Erlent

Fimmti hver Dani fylgjandi dauðarefsingu

MYND/AP

Fimmti hver Dani er fylgjandi því að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarstofnunin IFKA hefur gert. Sagt er frá því á vef Jótlandspóstsins að dauðarefsing hafi verið endanlega tekin úr lögum í Danmörku árið 1993 en í dag séu um 20 prósent þjóðarinnar sem telji að refsa skuli fyrir sum brot með dauðadómi. Könnunin leiðir í ljós að hinn dæmigerði fylgjandi dauðarefsingar í Danmörku lesi Esktra-blaðið, sé lítið menntaður og kjósi Danska þjóðarflokkinn, en um helmingur kjósenda flokksins er fylgjandi refsingunni. Rannsóknin byggist á viðtölum við 1100 Dani 15 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×