Innlent

Safna 10 þúsund rúllum og böggum til uppgræðslu

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri undirrita samkomulagið.
Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri undirrita samkomulagið.

Rangárþing eystra og Landgræðsla ríkisins hafa gert með sér samkomulag um söfnun 10 þúsund heyrúllna og bagga á næstu fjórum árum til að nota við heftingu sandfoks með það að markmiði að tryggja örugga umferð til og frá fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru á Landeyjasandi.

Átakið verður auglýst undir heitinu "Græðum Landeyjasand" þar sem óskað verður eftir því að bændur í Rangárþingi eystra leggi til þær heyrúllur og bagga sem þeir koma ekki til með að nota í sínum búskap. Þá mun Rangárþing eystra stefna að því að þær rúllur sem til falla í fyrirhuguðu umhverfisátaki sveitarfélagsins 2007 nýtist til uppgræðslu á Landeyjasandi. Í tilkynningu frá frá Rangárþingi eystra og Landgræslunni að mikilvægt sé að íbúar sveitarfélagsins taki þátt í verkefninu enda munu fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf til lengri tíma litið á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×