Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham 7. nóvember 2006 11:14 Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira