Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB 7. nóvember 2006 13:59 MYND/Stefán Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Að öllu óbreyttum hefðu ríkisborgarar þessara landa átt að fá frjálsan aðgang að vinnumarkaði Íslands í gegnum EES en ríkisstjórnin nýtir sér undanþágu frá því sem er til tveggja ára og því verður frjálst flæði vinnuafls frá Búlgaríu og Rúmeníu ekki heimilað fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2009. Íslensk stjórnvöld nýttu sér sams konar undanþágu fyrir tveimur árum þegar átta ríki í Austur-Evrópu gengu í Evrópusambandið en opnað var fyrir flæði vinnuafls frá þeim löndum þann 1. maí síðastliðinn. Ráðherra lét ummælin falla í utandagskrárumræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi sem Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, hóf. Þar benti Magnús Þór á að erlendum borgurum hefði fjölgað mikið í landinu að undanförnu og gagnrýndi hann yfirvöld fyrir að nýta sér ekki frekari undanþágur um takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum. Hægt hefði verið að sækja um undanþágu til 2009 og jafnvel 2011. Sagði Magnús Þór að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í málinu þar sem stofnanir og eftirlit væri ekki í stakk búið til að fylgjast með þróunininni. Um væri að ræða stjórnlaust og alvarlegt ástand og ríkisstjórnin hefði ekki staðið við fyrirheit sínum um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Sagði hann þegar dæmi um að Íslendingum hefði verið sagt upp og erlent verkafólk frá hinum nýju aðildarlöndum ESB ráðið í þeirra störf á lakari kjörum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var til svara og sagði mikilvægt að gæta fyllstu virðingar í umræðum um málefni innflytjenda. Sagði hann ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins hafa unnið saman í málaflokknum að undanförnu og áframhald yrði á því samstarfi. Alþýðusambandið hefði stutt þær breytingar að afnema takmörkun á flæði vinnuafls í maí síðastliðnum og með breytingum á lögum hefði verið unnið gegn því að starfsmannaleigur gætu hlunnfarið verkafólk hér á landi. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og bentu á að full ástæða væri til að fylgjast með fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi en að umræða um málið ætti að vera hófstillt og ekki leiðast út í útlendingahatur. Magnús Þór Hafsteinsson sagði síðar við umræðuna að hann væri ekki á móti útlendingum heldur væri hann að benda á að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum í málinu. Ríkisstjórnin hefði platað Samfylkinguna og Vinstri - græna með loforðum um stefnummótun og vinnu í málefnum útlendinga en ekki staðið við þau. Sagði hann að þá ákvörðun að aflétta takmörkunum á frjálsu flæði vinnuafls frá hinum nýju ESB-löndum fyrr árinu hafa verið hagstjórnartæki stjórnvalda sem hefðu með þessu haldið aftur af launaskriði og verðbólgu í landinu. Fremur hefði átt að halda áfram takmörkunum á vinnuafli og slá þannig á þenslu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði því til að í þessari hagfræðikenningu sinni væri Magnús Þór ekki bara kominn út á tún heldur líka lentur ofan í skurði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira