Innlent

Björn ræddi orkumál við fjármálaráðherra innan EES

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Klaus Tschutscher, efnahags- og dómsmálaráðherra Liechtenstein.
Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Klaus Tschutscher, efnahags- og dómsmálaráðherra Liechtenstein.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sat í dag fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins um orkumál í fjarveru Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Fundurinn fór fram í Brussel og lýsti ráðherra því í ræðu sinni hvernig Íslendingar stæðu að orkunýtingu og rakti sérstaklega aukin áhrif jarðhita í orkubúskapnum.

Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hafi hvatt EFTA-ríkin til þess að mynda sameiginlegan markað með ESB-löndum til að draga úr útblæstri á koltvísýringi. Undir þá tillögu tóku ráðherrar EFTA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×