Erlent

Þegar farnir að endurmeta stefnuna í Írak

MYND/AP

Yfirmenn Bandaríkjahers eru þegar farnir að endurmeta stefnuna í Írak með það fyrir augum að hernaðurinn verði árangursríkari og hernáminu geti þar með lokið fyrr. Þessu kom fram hjá Peter Pace, oddvita herráðsins, í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS í gær.

Ófarirnar í Írak voru meginorsök ósigurs repúblikana í þingkosningunum í vikunni og afsagnar Donalds Rumsfeld úr embætti landvarnaráðherra og því koma viðræður hershöfðingjanna nú ekki á óvart. Tvær bílsprengjur sprungu með stuttu millibili við götumarkað í Bagdad í morgun. Sex eru látnir og 32 særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×