Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir 11. nóvember 2006 12:45 MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið. Valgerður Sverrisdóttir segir ekki rétt á þessu stigi málsins að slíta samskiptum við Ísraelsmenn og bendir á að Íslendingar fordæmi þessar árásir og ætli að mótmæla formlega. Á það beri einig að líta að Ísraelsmenn hafi beðist afsökunar á árásunum þótt deila megi um orðalag afsökunarbeiðninnar.Valgerður segir að hún ætli ekki að réttlæta orðalagið sem Ísraelar hafi notað en hún telji hins vegar að miðað við að sendiherra landsins sé að koma til Íslands þá hafi verið ákveðið áður en árásirnar áttu sér stað að funda.Valgerður var spurð um ummæli Steingríms J Sigfússon, formanns Vinstri - grænna, um að rétt væri að íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna árása á óbreytta borgara. Hún segist ekki vilja svara því á þessu stigi heldur fyrst eiga fund með sendiherra Ísraels til þess að átta sig betur á hvernig Ísraelsmenn taki á málinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra telur hins vegar ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að ríkisstjórnin fordæmi það sem gerst hafi en menn vilji ekki missa það tækifæri sem þeir hafi í gegnum stjórnmálasambandið til þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið. Valgerður Sverrisdóttir segir ekki rétt á þessu stigi málsins að slíta samskiptum við Ísraelsmenn og bendir á að Íslendingar fordæmi þessar árásir og ætli að mótmæla formlega. Á það beri einig að líta að Ísraelsmenn hafi beðist afsökunar á árásunum þótt deila megi um orðalag afsökunarbeiðninnar.Valgerður segir að hún ætli ekki að réttlæta orðalagið sem Ísraelar hafi notað en hún telji hins vegar að miðað við að sendiherra landsins sé að koma til Íslands þá hafi verið ákveðið áður en árásirnar áttu sér stað að funda.Valgerður var spurð um ummæli Steingríms J Sigfússon, formanns Vinstri - grænna, um að rétt væri að íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna árása á óbreytta borgara. Hún segist ekki vilja svara því á þessu stigi heldur fyrst eiga fund með sendiherra Ísraels til þess að átta sig betur á hvernig Ísraelsmenn taki á málinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra telur hins vegar ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að ríkisstjórnin fordæmi það sem gerst hafi en menn vilji ekki missa það tækifæri sem þeir hafi í gegnum stjórnmálasambandið til þess að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira