Erlent

Bandaríkin beita neitunarvaldi gagnvart ályktun um Ísrael

Bandaríkin beittu í dag neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um ályktun þar sem árás Ísraelshers á íbúðabyggð í Beit Hanoun fyrr í vikunni er fordæmd og Ísraelar hvattir til að kalla herlið sitt frá svæðinu. 18 manns féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn.

Búist hafði verið við því að Bandaríkjamenn myndu beita neitunarvaldi í atkvæðagreiðslunni enda hafa þeir gert það oft áður þegar málefni Ísraels eru annars vegar.

Fjölmargar þjóðir hafa fordæmt árásina þar á meðal Íslendingar, en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hyggst taka málið upp á fundi sínum með sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×