Erlent

Mannskæð árás í Bagdad í morgun

Einn hinna slösuðu fluttur af vettvangi tilræðisins í morgun.
Einn hinna slösuðu fluttur af vettvangi tilræðisins í morgun. MYND/AP

35 létu lífið og 56 særður þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í Bagdad og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Bandaríkjamenn hafa lagt mikla áherslu á að byggja upp írösku lögregluna en sú uppbygging hefur gengið illa, meðal annars vegna linnulausra árása uppreisnarmanna. Spilling er auk þess mikið vandamál innan lögreglunnar en margir liðsmanna hennar ganga erinda tiltekinna trúarhópa í landinu og taka jafnvel þátt í morðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×