Erlent

Kínverskur kafbátur elti bandarískt flugmóðurskip

Bandaríska flugmóðurskipið Kittyhawk
Bandaríska flugmóðurskipið Kittyhawk MYND/US Navy

Kínverskur kafbátur eltist við bandaríska flugmóðurskipið Kittyhawk, á Kyrrahafi, í síðasta mánuði, án þess að fylgdarskip yrðu þess vör, að sögn bandaríska dagblaðsins Washington Times.

Blaðið segir að ekki hafi orðið vart við kafbátinn fyrr en hann kom upp á yfirborðið, fimm sjómílur frá flugmóðurskipinu.

Kafbáturinn var af gerðinni Song, en þeir eru bæði búnir tundurskeytum sem draga tíu sjómílur og eldflaugum sem draga um fjörutíu mílur.

Ef fréttin í Washington Times er rétt hefur bandaríska flotanum væntanlega brugðið í brún, því hann leggur ofuráherslu á að verja flugmóðurskip sín fyrir kafbátum, og beitir til þess allri tækni sem hann hefur yfir að ráða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×