Icelandair Group skilaði rétt tæplega 4 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins, segir þetta besta árangurinn í sögu fyrirtækisins.
Í tilkynningu frá Iclandair Group kemur fram að hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hafi verið 5,7 milljarðar króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,8 milljörðum króna á tímablinu en það er rúmum milljarði meira en á sama tíma fyrir ári.
Þá námu heildartekjur Icelandair Group 43,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 23 prósenta aukning á milli ára.
Icelandair Group var á fyrstu níu mánuðum ársins hluti af FL Group, en félagið skipti um eigendur í síðasta mánuði. Í undirbúningi er að gera félagið að almenningshlutafélagi og stefnt að skráningu í Kauphöll Íslands 6. desember næstkomandi.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að rekstrarárangurinn sé sá besti í sögu félagsins og sé afkoman í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá viðsnúning og ágæta afkomu Icelandair Hotels og Iceland Tours, tveggja ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa verið endurskipulögð á þessu og síðasta ári. Afkoman af millilandaflugi Icelandair, sem er stærsta eining samstæðunnar, hefur verið góð á árinu þrátt fyrir tæplega tveggja milljarða króna hækkun eldsneytiskostnaðar, og staða félagsins er sterk, einkum á heimamarkaðinum. Við gerum ráð fyrir að rekstur félagsins á árinu gangi samkvæmt áætlun," segir hann.
Bestir rekstrarárangur í sögu Icelandair Group

Mest lesið

Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga
Viðskipti innlent

Íslenskt sund í New York
Viðskipti erlent


Spá óbreyttum stýrivöxtum
Viðskipti innlent

Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða
Viðskipti innlent

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent


Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent