Tenniskapparnir Roger Federer og David Nalbandian tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum á meistaramótinu í Shanghai þegar þeir unnu báðir lokaleiki sína í rauða riðlinum.
Nalbandian vann Andy Roddick 6-2 og 7-6 (7-4) og tryggði þar með Federer áframhaldandi þáttöku í leiðinni. Federer lavði svo Ivan Ljubicic 7-6 (7-2) og 6-4, en það þýddi að Nalbandian náði öðru sætinu í riðlinum og mætir James Blake í undanúrslitum.
Rafael Nadal og Nokolay Davydenko berjast svo um síðasta lausa sætið í undanúrslitum á morgun. Nalbandian á titil að verja á mótinu, en riðlarnir voru þannig skipaðir á mótinu:
Rauði riðillinn: Roger Federer (Sviss), Ivan Ljubicic (Króatíu), Andy Roddick (BNA), David Nalbandian (Argentínu)
Gullriðillinn: Rafael Nadal (Spáni), Nikolay Davydenko (Rússlandi), Tommy Robredo (Spáni), James Blake (BNA)