Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu 17. nóvember 2006 12:15 Reykjavík. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða. Verð á fjölbýli lækkaði um 1,7% á milli september og október en verð á einbýli lækkaði hins vegar um 3,2% á milli mánaðanna. Yfir síðustu sex mánuði hefur verð á fjölbýli lækkað um 0,3% en verð á einbýli hefur hins vegar lækkað um 2,7% á sama tíma. Greiningardeildin segir það gefa gleggri mynd af þróuninni að skoða lengri tíma. Síðastliðið hálft ár hefur íbúðaverð lækkað um 0,5% á höfuðborgarsvæðinu, að sögn deildarinnar, sem bætir því við að á móti hafi veltan á markaðinum tekið aðeins við sér frá því hún náði lágmarki í lok sumars. Gefi það til kynna að markaðurinn sé ef til vill ekki jafn veikburða og útlit var fyrir. Í júní spáði greiningardeildin að íbúðaverð myndi lækka um 5% til 10% á næstu tveimur árum. Nú hefur íbúðaverð lækkað um tæpt prósent síðan í júní og bendir deildin á að gangi spáin eftir merki það einungis að íbúðaverð fari á sömu slóðir og það var á við lok síðasta árs. Hins vegar bendir margt til þess að neðri endi spábilsins sé nú ólíklegri en áður í ljósi þess að útlán til íbúðakaupa hafa aukist aðeins á ný og væntingar almennings hafa tekið við sér, að sögn greiningardeildar Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn eftir klámhögg Gerðar í Blush Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða. Verð á fjölbýli lækkaði um 1,7% á milli september og október en verð á einbýli lækkaði hins vegar um 3,2% á milli mánaðanna. Yfir síðustu sex mánuði hefur verð á fjölbýli lækkað um 0,3% en verð á einbýli hefur hins vegar lækkað um 2,7% á sama tíma. Greiningardeildin segir það gefa gleggri mynd af þróuninni að skoða lengri tíma. Síðastliðið hálft ár hefur íbúðaverð lækkað um 0,5% á höfuðborgarsvæðinu, að sögn deildarinnar, sem bætir því við að á móti hafi veltan á markaðinum tekið aðeins við sér frá því hún náði lágmarki í lok sumars. Gefi það til kynna að markaðurinn sé ef til vill ekki jafn veikburða og útlit var fyrir. Í júní spáði greiningardeildin að íbúðaverð myndi lækka um 5% til 10% á næstu tveimur árum. Nú hefur íbúðaverð lækkað um tæpt prósent síðan í júní og bendir deildin á að gangi spáin eftir merki það einungis að íbúðaverð fari á sömu slóðir og það var á við lok síðasta árs. Hins vegar bendir margt til þess að neðri endi spábilsins sé nú ólíklegri en áður í ljósi þess að útlán til íbúðakaupa hafa aukist aðeins á ný og væntingar almennings hafa tekið við sér, að sögn greiningardeildar Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn eftir klámhögg Gerðar í Blush Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira