Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum, 30-24, í vináttulandsleik í handbolta sem fram fór í Þýskalandi í dag. Þá höfðu Norðmenn betur gegn Dönum, 26-23.
Christian Zeitz var markahæstur Þjóðverja með fjögur mörk en Markus Baur og Oleg Veleky skoruðu þrjú mörk. Svíar stilltu upp hálfgerðu varaliði í leiknum en markahæstur var Andersson með fimm mörk.
Í heimsbikarmóti kvenna í handbolta tryggðu Rússar og Rúmenar sér sæti í úrslitaleiknum sem fram fer á morgun.