Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Göppingen og Leipzig mættust í sannkölluðum Íslendingaslag í þýska handboltanum í kvöld þar sem Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen fóru að lokum með sigur af hólmi í jöfnum leik, 29-26. Handbolti 28.3.2025 20:47
Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara eru komnar í lykilstöðu gegn Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrslitakeppninnar í handbolta eftir þrettán marka stórsigur í kvöld. Lokatölur leiksins 24-37 Skara í vil. Handbolti 28.3.2025 19:33
Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti. Handbolti 28.3.2025 18:01
Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Íslandsmeistarar Vals eru deildarmeistarar Olís deildar kvenna annað árið í röð eftir 19-30 sigur gegn Gróttu í næstsíðustu umferðinni. Grótta er í neðsta sæti deildarinnar en getur enn bjargað sér frá falli, ef ÍBV tapar í lokaumferðinni. Handbolti 27. mars 2025 21:00
Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Jafnt er nú milli Íslendingaliðanna Savehof og Karlskrona í átta liða úrslita einvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 30-36 sigur Karlskrona í kvöld. Framundan er oddaleikur næsta mánudag. Handbolti 27. mars 2025 19:56
Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn. Handbolti 27. mars 2025 19:29
Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Handbolti 27. mars 2025 15:16
Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Körfubolti 27. mars 2025 13:02
„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. Handbolti 26. mars 2025 22:00
Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Lokaumferð Olís deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. FH er deildarmeistari annað árið í röð á meðan Grótta fer í umspil eftir tap gegn Aftureldingu á heimavelli. Handbolti 26. mars 2025 21:18
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Magdeburg er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Dinamo Búkarest í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson sýndu hvað í þá er spunnið í leiknum. Handbolti 26. mars 2025 19:25
Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð FH tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta með sannfærandi sigri á ÍR, þrátt fyrir sveiflukenndan leik. Lokatölur í Kaplakrika voru 33-29. Handbolti 26. mars 2025 18:47
„Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sigursælasti handboltaþjálfari sögunnar, Þórir Hergeirsson, segir að lykillinn að árangri sé að vera í góðu samstarfi við helstu keppinauta sína. Handbolti 26. mars 2025 08:01
Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Porto og Benfica hefja útsláttarkeppni Evrópudeildar karla á sigrum. Tveir íslenskir landsliðsmenn komu við sögu í leikjunum tveimur. Handbolti 25. mars 2025 21:58
Bjarki Már öflugur Bjarki Már Elísson átti góðan leik þegar Veszprém vann Neka með níu marka mun á útivelli í efstu deild ungverska handboltans. Þá er Sävehof í góðum málum í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Handbolti 25. mars 2025 21:05
Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach gerðu sér lítið fyrir og lögðu Melsungen með þremur mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Handbolti 25. mars 2025 19:28
Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, er harður á því að einni reglu verði að breyta sem fyrst í handboltanum. Handbolti 25. mars 2025 15:47
Aldís með níu mörk í naumum sigri Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik í 30-29 sigri sænsku deildarmeistaranna Skara gegn Kristianstad í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 24. mars 2025 20:31
Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi. Sport 24. mars 2025 07:02
Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Handboltalandsliðskonan Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe í 28-25 sigri gegn Bera Bera í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Handbolti 23. mars 2025 20:16
Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim í seinni leikinn gegn slóvakíska liðinu MSK Iuventa í undanúrslitum Evrópubikarsins. 25-23 urðu lokatölur en Valur var sex mörkum undir í hálfleik. Handbolti 23. mars 2025 17:34
Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Haukar báru sigur úr býtum 30-27 þegar liðið fékk bosníska liðið Izvidac í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta á Ásvelli í dag. Handbolti 22. mars 2025 17:28
Marta hetja Eyjakvenna ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum. Handbolti 22. mars 2025 15:51
Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Ummæli Kára Árnasonar eftir landsleik Íslands og Kósovó í gær hafa fallið í grýttan jarðveg hjá handboltasamfélaginu. Sport 21. mars 2025 22:54