Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Svartfjallaland hefði getað tryggt Færeyingum sæti í milliriðli en færeyska liðið þarf nú að treysta á sig sjálft seinna í kvöld. Handbolti 20.1.2026 18:30
Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í fótbolta, hefur ekki látið stemninguna í bænum í kringum EM í handbolta fram hjá sér fara. Hann ætlar að styðja Ísland til sigurs í kvöld. Handbolti 20.1.2026 18:02
Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Stuðningsmenn Íslands eru í miklu stuði á stuðningsmannasvæðinu, Fan Zone, við keppnishöllina í Kristianstad. Vísir tók púlsinn fyrir leik kvöldsins við Ungverja. Handbolti 20.1.2026 16:31
„Það er mjög slæm minning“ „Það er góð stemning en það er stutt á milli í þessu. Það er bara einn tapleikur og þá er allt orðið hundleiðinlegt,“ segir Bjarki Már Elísson en hann viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur á að mæta Ungverjum. Handbolti 20. janúar 2026 09:32
Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sænska lögreglan hafði afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn var. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi. Innlent 20. janúar 2026 09:10
Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Eftir gagnrýni Juri Knorr á Alfreð Gíslason, eftir tapið gegn Serbíu á EM í handbolta, töluðu þeir vel um hvorn annan í gær þegar Þýskaland vann Spán og tryggði sér toppsætið í sínum riðli. Handbolti 20. janúar 2026 08:33
Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta en þá breyttist erfið staða lærisveina Alfreðs Gíslasonar skyndilega í lykilstöðu fyrir framhaldið. Handbolti 19. janúar 2026 21:05
„Það trompast allt þarna“ „Ég er bara ferskur og mjög glaður með góða byrjun,“ segir Ýmir Örn Gíslason sem átti frábæran leik í vörn Íslands í sigri liðsins á Póllandi á EM í handbolta í Kristianstad í gær. Handbolti 19. janúar 2026 20:32
Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Króatar eru á leiðinni í milliriðla með Íslendingum eftir sigur á Hollendingum í kvöld en lærisveinar Dags hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 19. janúar 2026 19:53
Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Austurríkismenn unnu eins marka sigur á Serbíu á EM í handbolta í kvöld en þetta voru góð úrslit fyrir Alfreð Gíslason og lærisveina hans í þýska landsliðinu sem spila upp á líf eða dauða við Spánverja seinna í kvöld. Handbolti 19. janúar 2026 18:43
Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Lærisveinar Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu í handbolta eru nánast öruggir áfram í milliriðli á EM í handbolta eftir sex marka sigur á Hollendingum í kvöld en Hollendingar eru úr leik. Handbolti 19. janúar 2026 18:36
EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Alvaran er að hefjast á EM. Ungverjar bíða strákanna okkar í Kristianstad á morgun og það verður alvöru leikur. Handbolti 19. janúar 2026 17:31
Íslendingur handtekinn á EM Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta hefur verið handtekinn í Svíþjóð. Innlent 19. janúar 2026 17:09
„Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Mildi þykir að ekki færi verr þegar gólfdúkurinn losnaði undan fótum Tékkans Jonas Josef í leik gegn Noregi á EM í handbolta um helgina. Handbolti 19. janúar 2026 15:17
Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður karlalandsliðsins í handbolta, glímir enn við veikindi og fær ekki að æfa með liðinu enn sem komið er. Handbolti 19. janúar 2026 14:23
Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Fimmtán marka sigur og sæti í milliriðlum er vanalega tilefni til að gleðjast en frændur okkar frá Danmörku fóru svekktir af velli eftir 39-24 sigurinn gegn Rúmeníu í gærkvöldi. Handbolti 19. janúar 2026 13:48
Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Fjölmargir Íslendingar áttu og eiga bókaða heimferð frá Kristianstad í dag eftir helgardvöl yfir fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Misvel gekk hjá þeim að ná flugi vegna vandræða á lestarsamgöngum. Handbolti 19. janúar 2026 13:13
Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Leikmenn ungverska landsliðsins eru núna komnir með hugann við stórleikinn við Ísland í Kristianstad annað kvöld, þar sem segja má að baráttan um sæti í undanúrslitum EM í handbolta hefjist formlega. Handbolti 19. janúar 2026 12:45
„Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Varnarleikur Íslands hefur verið magnaður í fyrstu tveimur leikjunum á EM í handbolta og liðið ekki saknað þar Arons Pálmarssonar eins mikið og óttast var. Þetta sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu, hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar. Handbolti 19. janúar 2026 08:36
Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Alfreð Gíslason hefur fengið óvægna gagnrýni eftir tap Þjóðverja gegn Serbum á EM í handbolta á laugardaginn. Hann þarf nú að stýra Þjóðverjum til sigurs gegn Spáni í kvöld. Handbolti 19. janúar 2026 07:29
Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. Handbolti 18. janúar 2026 23:02
Skýrsla Vals: Haukur í horni Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. Handbolti 18. janúar 2026 22:32
Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands er undir gríðarlegri pressu að mati sérfræðinga Besta sætisins. Hann fær toppeinkunn hingað til á EM en ekki verður sátt með sömu niðurstöðu og á síðustu stórmótum. Handbolti 18. janúar 2026 22:17
Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Ísland og Ungverjaland munu mætast í úrslitaleik um það hvort liðið vinni F_riðilinn á EM í handbolta og taki með sér tvö stig í milliriðla. Þetta varð ljóst eftir sigur Ungverja á Ítölum í kvöld. Handbolti 18. janúar 2026 21:12