Viðskipti erlent

LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq

Kauphöll Lundúna í Bretlandi.
Kauphöll Lundúna í Bretlandi. Mynd/AFP

Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna.

Clara Furse, forstjóri LSE, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag að tilboðið endurspegli ekki mikinn vöxt kauphallarinnar og framtíðarhorfur.

Nasdaq-markaðurinn hefur síðan í mars á þessu ári átt fjórðungshlut í LSE en jók hann nýverið í tæp 30 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×