Gatlin reynir fyrir sér í NFL

Spretthlauparinn Justin Gatlin sem á yfir höfði sér ævilangt keppnisbann fyrir steranotkun, reyndi fyrir sér í herbúðum Houston Texans í NFL deildinni í gær. Gatlin er sagður hafa staðið sig ágætlega og ætlar að reyna fyrir sér hjá fleiri liðum á næstunni, en hann hefur ekki spilað ruðning síðan hann var í háskóla.