Ökumaðurinn sem lögreglan í Keflavík mældi á rétt liðlega tvö hundruð kólómetra hraða á Reykjanesbraut í fyrrinótt neitaði sök við yfirheyrslur í gær. Lögregla fann bílinn í iðnaðarhúsi í Keflavík í gær og lagði hald á hann með samþykki eigandans og verður meðal annars athugað hvort upplýsingar finnast í aksturstölvunni. Þá verður rætt nánar við vitni að akstrinum og farið yfir gögn úr myndavél og hraðamæli lögreglubílsins

