Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut 12. desember 2006 18:45 Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Líflátshótanir hafa borist lögreglu, eftir að hjarta stöðvaðist í manni í þeirra vörslu í lok nóvember, en maðurinn lést tæpri viku síðar. Hótanirnar hafa komið frá þekktum ofbeldismönnum og handrukkurum. Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega og hefur embættið í Reykjavík gripið til aðgerða til þess að auka öryggi sinna manna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið upplýsingar um að ofbeldismennirnir séu að reyna að komast að því hvaða lögreglumenn voru í lögreglubílnum þegar hjartað í manninum stöðvaðist. En skömmu áður hafði hann verið handtekinn á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti og kastaði til húsgögnum. Vegna þessa reynir lögreglan hvað hún getur til að hindra að það spyrjist út hvaða lögreglumenn áttu í hlut. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru lögreglumenn á vakt í miðbænum, um síðustu helgi, fleiri en vanalega vegna hótananna auk þess sem þeir klæddust öryggisvestum til að verjast árásum eins og hnífsstungum og höfðu með sér stórar kylfur sér til varnar. Aðrar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en lögreglan vill ekki gefa upp hverjar þær eru svo þeir, sem standa að hótununum, fái þær upplýsingarnar ekki í hendur. Niðurstaða krufnigar liggur ekki fyrir en hún mun varpa ljósi á hvað olli dauða mannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Líflátshótanir hafa borist lögreglu, eftir að hjarta stöðvaðist í manni í þeirra vörslu í lok nóvember, en maðurinn lést tæpri viku síðar. Hótanirnar hafa komið frá þekktum ofbeldismönnum og handrukkurum. Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega og hefur embættið í Reykjavík gripið til aðgerða til þess að auka öryggi sinna manna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið upplýsingar um að ofbeldismennirnir séu að reyna að komast að því hvaða lögreglumenn voru í lögreglubílnum þegar hjartað í manninum stöðvaðist. En skömmu áður hafði hann verið handtekinn á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti og kastaði til húsgögnum. Vegna þessa reynir lögreglan hvað hún getur til að hindra að það spyrjist út hvaða lögreglumenn áttu í hlut. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru lögreglumenn á vakt í miðbænum, um síðustu helgi, fleiri en vanalega vegna hótananna auk þess sem þeir klæddust öryggisvestum til að verjast árásum eins og hnífsstungum og höfðu með sér stórar kylfur sér til varnar. Aðrar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en lögreglan vill ekki gefa upp hverjar þær eru svo þeir, sem standa að hótununum, fái þær upplýsingarnar ekki í hendur. Niðurstaða krufnigar liggur ekki fyrir en hún mun varpa ljósi á hvað olli dauða mannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira