Sýn hefur beinar útsendingar frá þýska handboltanum 13. desember 2006 17:38 Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach verða nú fastir gestir á Íslenskum heimilum eftir að Sýn tryggði sér sýningarréttinn á þýska handboltanum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn frá leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sýnt verður beint frá öllum helstu leikjunum í þessari sterkustu deildarkeppni í heimi og verður þar kastljósinu beint sérstaklega að Íslendingaliðunum - sem orðin eru ófá. Í deildinni leika þar að auki margir af fremstu handknattleiksmönnum heims. Fyrsta beina útsendingin frá þýsku úrvalsdeildinni verður á Þorláksmessu, 23.des, þegar lið Viggós Sigurðssonar Flensburg sækir Kiel heim en þar eru á ferð tvö efstu liðin í úrvalsdeildinni. Vegur Íslendingar hefur sjaldan eða aldrei verið meiri í þýsku úrvalsdeildinni. Alls leika 13 Íslendingar með 6 liðum í deildinni og auk þess eru íslensku þjálfararnir orðnir þrír; Alfreð Gíslason sem þjálfar Gummersbach, Viggó Sigurðsson sem þjálfar Flensburg og Róbert Sighvatsson sem hefur nýtekið við þjálfun Wetzlar. Áhuginn á þýska handboltanum hefur farið mjög vaxandi hér á landi, ekki hvað síst vegna allra Íslendingaliðanna sem þar bítast um stóru titlana. Búist er við því að áhuginn á þýska handboltanum aukist enn eftir HM í Þýskalandi sem fram fer í janúar 2007. Þýska deildin verður í fríi á meðan HM stendur yfir en 19. umferð hefst í febrúar á næsta ári og þá hefjast á ný beinar útsendingar á Sýn. Alls verða sýndir 10 leikir úr þeim 16 umferðum sem eftir eru af keppnistímabilinu og verður þar kappkostað að fylgjast sem best með gengi íslensku handboltakappanna. Á mánudagskvöldum verður svo eftirleiðis á dagskrá Sýnar þáttur með samatekt af því markverðasta sem gerist í hverri umferð. Þá hefur einnig verið gengið frá samningum um sýningar frá næsta keppnistímabili í þýska handboltanum. Sýningar hefjast um haustið 2007 og verða þá sýndir a.m.k. 22 leikir úr þeim 34 umferðum sem leiknar eru. Það er því óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafi þýska handboltanum verið gerð eins góð skil og Sýn kemur til með að gera á næstu vikum, mánuðum og árum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn frá leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sýnt verður beint frá öllum helstu leikjunum í þessari sterkustu deildarkeppni í heimi og verður þar kastljósinu beint sérstaklega að Íslendingaliðunum - sem orðin eru ófá. Í deildinni leika þar að auki margir af fremstu handknattleiksmönnum heims. Fyrsta beina útsendingin frá þýsku úrvalsdeildinni verður á Þorláksmessu, 23.des, þegar lið Viggós Sigurðssonar Flensburg sækir Kiel heim en þar eru á ferð tvö efstu liðin í úrvalsdeildinni. Vegur Íslendingar hefur sjaldan eða aldrei verið meiri í þýsku úrvalsdeildinni. Alls leika 13 Íslendingar með 6 liðum í deildinni og auk þess eru íslensku þjálfararnir orðnir þrír; Alfreð Gíslason sem þjálfar Gummersbach, Viggó Sigurðsson sem þjálfar Flensburg og Róbert Sighvatsson sem hefur nýtekið við þjálfun Wetzlar. Áhuginn á þýska handboltanum hefur farið mjög vaxandi hér á landi, ekki hvað síst vegna allra Íslendingaliðanna sem þar bítast um stóru titlana. Búist er við því að áhuginn á þýska handboltanum aukist enn eftir HM í Þýskalandi sem fram fer í janúar 2007. Þýska deildin verður í fríi á meðan HM stendur yfir en 19. umferð hefst í febrúar á næsta ári og þá hefjast á ný beinar útsendingar á Sýn. Alls verða sýndir 10 leikir úr þeim 16 umferðum sem eftir eru af keppnistímabilinu og verður þar kappkostað að fylgjast sem best með gengi íslensku handboltakappanna. Á mánudagskvöldum verður svo eftirleiðis á dagskrá Sýnar þáttur með samatekt af því markverðasta sem gerist í hverri umferð. Þá hefur einnig verið gengið frá samningum um sýningar frá næsta keppnistímabili í þýska handboltanum. Sýningar hefjast um haustið 2007 og verða þá sýndir a.m.k. 22 leikir úr þeim 34 umferðum sem leiknar eru. Það er því óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafi þýska handboltanum verið gerð eins góð skil og Sýn kemur til með að gera á næstu vikum, mánuðum og árum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira