Sport

Styttist í Meistaradeild í hestaíþróttum 2007

Nú styttist í úrtöku fyrir Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum, en hún fer fram 20. janúar í Ölfushöll. Fimm vikur eru fljótar að líða og eru úrtökuknapar hvattir til að huga að keppnishestum sínum. Úrtakan er öllum opin og verður keppt í fjórgangi og fimmgangi.

Sigríður Pjetursdóttir og Ísleifur Jónasson hafa keppnisrétt í meistaradeild, en verða nemendur á Hólum í vetur og geta ekki tekið þátt. Þar með fjölgar lausum sætum úr 10 í 12 sem keppt verður um á úrtökunni. Alls munu 24 knapar keppa í meistaradeild VÍS í vetur, þeir 12 knapar sem öðluðust rétt á síðasta keppnistímabili og ætla að taka þátt á því næsta eru:

Atli Guðmundsson

Hinrik Bragason

Hulda Gústafsdóttir

Jóhann G. Jóhannesson

Páll Bragi Hólmarsson

Sigurbjörn Bárðarson

Sigurður Sigurðarson

Sigurður V. Matthíasson

Sævar Örn Sigurvinsson

Valdimar Bergstað

Viðar Ingólfsson

Þorvaldur Árni Þorvaldsson

Dagskrá Meistaradeildar VÍS 2007:

1. febrúar kl. 19.30 Fjórgangur

15. febrúar kl. 19.30 Tölt

1. mars kl. 19.30 Smali

15. mars kl. 19.30 Gæðingafimi

29. mars kl. 19.30 Fimmgangur

9. apríl kl. 14.00 (Annar í páskum) 150 m. skeið og Gæðingaskeið

21. apríl kl. 17.00 Slaktaumatölt (T.2) og Flugskeið

Að loknu Flugskeiði verður haldin verðlaunaafhending, lokahóf og ball í Ölfushöll




Fleiri fréttir

Sjá meira


×