Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár.
Ný íbúðalán banka og sparisjóða námu 3,8 milljörðum króna í nóvember og jukust óverulega frá fyrri mánuði, að sögn deildarinnar. Fjöldi nýrra útlána var 374 talsins í nóvember, en voru 388 í október. Upphæð og fjöldi nýrra útlána innlánsstofnana hefur lítið breyst frá því í sumar og virðist hafa náð tímabundnu jafnvægi.
Ný íbúðalán Íbúðalánasjóðs drógust saman um fimmtung frá sama mánuði í fyrra og námu 4,7 milljörðum króna. Samdrátturinn er því mun meiri hjá bönkunum og nýju útlánin lægri en hjá Íbúðalánasjóði, að sögn greiningardeildar Landsbankans.
Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum

Mest lesið

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent


Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent


Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni
Viðskipti innlent