Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petterson átti stórleik fyrir lið sitt Grosswallstadt gegn meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Petterson skoraði átta mörk í leiknum sem voru þó til lítils þar sem Kiel hafði betur, 30-25.
Einar Hólmgeirsson lék einnig með Grosswallstadt og skoraði fjögur mörk í leiknum. Hjá Kiel var franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic atkvæðamestur með átta mörk en Kim Anderson skoraði sjö.
Einvígi Kiel og Flensburg á toppnum heldur áfram því fyrrum lærisveinar Viggó Sigurðssonar sigruðu einnig í sínum leik í dag, nánar tiltekið gegn Wetzlar á heimavelli. Lokatölur urðu 33-27 fyrir Flensburg þar sem Lars Christiansen skoraði níu mörk.
Kiel og Flensburg eru á toppnum með 31 stig en nú verður gert langt hlé á þýsku deildarkeppninni þar til Heimsmeistaramótinu þar í landi er afstaðið - um miðjan febrúar.