Spennandi ár fram undan 3. janúar 2007 06:30 Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, fjárfestingarbanka. Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það má með sanni segja að það hafi verið líf í mörkuðunum á því ári sem nú er að renna sitt skeið. Það hefur einnig verið viðburðarríkt hjá okkur í Straumi-Burðarási; umtalsverðar breytingar í hluthafahópnum, geysilega góð afkoma, kaup á breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners í London, formleg opnun útibús í Danmörku, níföldun vaxta- og þóknunartekna á fyrstu níu mánuðum ársins, tilkynnt um fyrirhugaða opnun útibús bankans í Bretlandi og síðast en ekki síst sú ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa og semja ársreikning bankans í evrum. Íslendingar, hversu mikil sem hlutabréfaeign þeirra er, eru alþjóðlegir í hugsun. Þrátt fyrir að hafa vanist gjaldmiðli sem eingöngu er notaður hér á landi, eru þeir vanir því að nota erlenda gjaldmiðla á ferðalögum og margir þekkja gengi á fjölmörgun erlendum myntum. Nokkur fjöldi Íslendinga á sparnað í erlendum myntum, gjaldeyri eða erlend verðbréf. Í raun má segja að þessi ákvörðun okkar nú í desember sé hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Meira en helmingur tekna Straums-Burðaráss kemur í dag erlendis frá. Þegar eru nokkur önnur fyrirtæki farin að færa reikninga sína í evrum. Íslenska kauphöllin hefur verið sameinuð erlendri kauphöll og íslensk hlutabréf verða nú skráð þar. Evran er stærsti gjaldmiðill Norður-Evrópu, sem við skilgreinum sem okkar markaðssvæði. Við stefnum að því að vera leiðandi norrænn fjárfestingabanki og sú ákvörðun að færa bókhald og reikninga Straums-Burðaráss í evrum mun hjálpa okkur að ná því markmiði. Þetta gerum við með langtíma hagsmuni bankans, og þar með hluthafa hans, í huga. Bankinn hefur þróast hratt og vaxið mikið á stuttum tíma en við erum rétt að byrja. Árið 2007 verður spennandi ár í sögu Straums-Burðaráss. Þessi grein átti að birtast með öðrum greinum forystufólks viðskiptalífsins í áramótablaði Markaðarins en féll út vegna mistaka í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira