Viðskipti innlent

Ráðstefna um Python-forritun

Fjölspilunartölvuleikurinn Eve Online er að stærstum hluta forritaður með Python forritunarmálinu. CCP ætlar ásamt Dohop að halda ráðstefnu um forritunarmálið á mánudag.
Fjölspilunartölvuleikurinn Eve Online er að stærstum hluta forritaður með Python forritunarmálinu. CCP ætlar ásamt Dohop að halda ráðstefnu um forritunarmálið á mánudag.

Íslensku tæknifyrirtækin CCP og dohop, sem þróa og reka samnefnda fargjaldaleitarvél halda, í samvinnu við alþjóðlegu samtökin Python Software Foundation, ráðstefnu um Python-forritunarmálið í Salnum í Kópavogi, mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis en tilgangurinn er að kynna forritunarmálið betur fyrir íslenskum áhugamönnum um forritun.

Aðalfyrirlesari er Steve Holden, einn fremsti sérfræðingur heims í notkun, kennslu og þróun forritunarmálsins, að því er segir í tilkynningu um komu hans.

Þetta er önnur heimsókn Holdens en hann kom hingað til lands síðast í sumar og hafði umsjón með átaksverkefni CCP sem miðaði að þróun ákveðinna hluta Python-forritunarmálsins en tölvuleikurinn EVE Online, sem hannaður er og rekinn af CCP, er að stærstum hluta forritaður með Python.

Að sögn Halldórs Fannars Guðjónssonar, tæknistjóra CCP, er notkun Python að aukast bæði hér og erlendis og því skiptir miklu máli að tæknimenntað fólk kunni skil á forritunarmálinu. „Það má segja að ráðstefnan sé okkar viðleitni til að styðja við bakið á íslenskri hátækni og kynna forritunarmál sem getur nýst afar vel í atvinnulífi og kennslu hér á landi á komandi árum,“ segir Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×