Þetta gerist ekki á hverjum degi 23. janúar 2007 00:01 Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason Feðgarnir Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason spiluðu saman síðasta föstudag þegar Afturelding lék gegn Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar leika saman en Bjarki er þjálfari Aftureldingar, sem situr í toppsæti deildarinnar. „Það er að sjálfsögðu gaman að hafa spilað með drengnum, þetta gerist það ekki á hverjum degi,“ sagði Bjarki, sem er 39 ára. „Það hefur verið mikið um veikindi í liðinu svo ég spilaði þennan leik. Ég hef æft með liðinu og tel mig enn geta gert eitthvert gagn, því hef ég verið að spila eitthvað í vetur en ekki þó alla leiki. Markmiðið er að komast upp og okkur hefur gengið mjög vel, erum taplausir og höfum skorað flest mörk og fengið fæst á okkur. Það sýnir það bara að við erum með besta liðið í deildinni, ég er óhræddur við að segja það.“ Örn Ingi sonur hans er sextán ára gamall, hann getur bæði spilað miðju og skyttu og er mikið efni. Hann hefur meðal annars æft með unglingalandsliðinu en þetta var hans fyrsti meistaraflokksleikur. „Hann hefur verið að standa sig mjög vel og þetta er árangur erfiðisins. Hann er að fá tækifæri eins og aðrir sem æfa vel og skila árangri. Eins og venjulega þegar um frumraun er að ræða þá var smá stress í honum. Hann sýndi það þó að hann getur þetta alveg og í þessum leik náði hann að skora sitt fyrsta meistaraflokksmark,“ sagði Bjarki, sem setti nokkur mörk sjálfur í leiknum. Afturelding vann Gróttu 29-23 og hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni til þessa. Staða liðsins er góð en það hefur fjórum stigum meira en ÍBV, sem er í öðru sæti þrátt fyrir að eiga tvo leiki til góða á Eyjamenn. Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Feðgarnir Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason spiluðu saman síðasta föstudag þegar Afturelding lék gegn Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar leika saman en Bjarki er þjálfari Aftureldingar, sem situr í toppsæti deildarinnar. „Það er að sjálfsögðu gaman að hafa spilað með drengnum, þetta gerist það ekki á hverjum degi,“ sagði Bjarki, sem er 39 ára. „Það hefur verið mikið um veikindi í liðinu svo ég spilaði þennan leik. Ég hef æft með liðinu og tel mig enn geta gert eitthvert gagn, því hef ég verið að spila eitthvað í vetur en ekki þó alla leiki. Markmiðið er að komast upp og okkur hefur gengið mjög vel, erum taplausir og höfum skorað flest mörk og fengið fæst á okkur. Það sýnir það bara að við erum með besta liðið í deildinni, ég er óhræddur við að segja það.“ Örn Ingi sonur hans er sextán ára gamall, hann getur bæði spilað miðju og skyttu og er mikið efni. Hann hefur meðal annars æft með unglingalandsliðinu en þetta var hans fyrsti meistaraflokksleikur. „Hann hefur verið að standa sig mjög vel og þetta er árangur erfiðisins. Hann er að fá tækifæri eins og aðrir sem æfa vel og skila árangri. Eins og venjulega þegar um frumraun er að ræða þá var smá stress í honum. Hann sýndi það þó að hann getur þetta alveg og í þessum leik náði hann að skora sitt fyrsta meistaraflokksmark,“ sagði Bjarki, sem setti nokkur mörk sjálfur í leiknum. Afturelding vann Gróttu 29-23 og hefur unnið alla ellefu leiki sína í 1. deildinni til þessa. Staða liðsins er góð en það hefur fjórum stigum meira en ÍBV, sem er í öðru sæti þrátt fyrir að eiga tvo leiki til góða á Eyjamenn.
Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira