Breyttar áherslur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 30. janúar 2007 06:30 Tónlist Some Loud Thunder Clap Your Hands Say Yeah Clap Your Hands Say Yeah (CYHSY) skaust upp á stjörnuhimin tónlistarheimsins með fraumraun sinni, samnefndri sveitinni, sem kom út árið 2005. Plötuna höfðu þeir félagar algjörlega unnið sjálfir og innihélt litríkar indí-poppsperlur. Á annarri breiðskífu kappanna kveður við svolítið annan tón. Piltarnir fengu Dave nokkurn Friedman til þess að sjá um upptökustjórn en hann hefur áður gert afbragðs hluti með sveitum á borð við Weezer, Mercury Rev, Sleater-Kinney, Mogwai, Low og ekki síst Flaming Lips. Áherslan á að þróa hljóm sveitarinnar virðist því CYHSY-liðum hugleikin. Strax í fyrsta laginu sem heitir því sama og platan, Some Loud Thunder, kemur bersýnilega í ljós að áherslurnar hafa breyst. Alec Ounsworth, söngvarinn, virðist syngja í gegnum ónýtan hljóðnema og allt annað hljómar í meira lagi hrátt. Lagið er samt skemmtilegt og æsandi kúabjalla gerir mikið fyrir lagið. Næstu lög feta svipaða línu, örlítið drungaleg og meiri sækadelía í gangi en á fyrri plötunni. Lögin eru hins vegar ekki nógu eftirtektarverð, ekki fyrr en kemur að Satan Said Dance sem er líklegast besta lag sem ég hef heyrt með CYHSY til þessa, uggvænlega grípandi. Því miður ná CYHSY ekki að fylgja eftir því frábæra lagi. Restin af plötunni er þó langt frá því að vera slor. Lög eins og Yankee Go Home og Five Easy Pieces er bæði metnaðarfull (þótt nafnið á því seinna gefi annað til kynna) og hljómurinn mikill og góður. Tónlistargagnrýnendur eru oft gagnrýndir fyrir að bera tónlistarfólk of mikið saman við fyrri verk en hins vegar ætti slíkt að teljast einstaklega eðlilegt. Staðreyndin með CYHSY er líka þessi: Fyrsta platan er einfaldlega betri en sú seinni. Og jafnvel þó að Some Loud Thunder væri fyrsta eða jafnvel fimmta plata CYHSY þá væri hún ekki nógu eftirtektarverð. Eingöngu fiskur í torfu sem þó er bragðgóður. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Some Loud Thunder Clap Your Hands Say Yeah Clap Your Hands Say Yeah (CYHSY) skaust upp á stjörnuhimin tónlistarheimsins með fraumraun sinni, samnefndri sveitinni, sem kom út árið 2005. Plötuna höfðu þeir félagar algjörlega unnið sjálfir og innihélt litríkar indí-poppsperlur. Á annarri breiðskífu kappanna kveður við svolítið annan tón. Piltarnir fengu Dave nokkurn Friedman til þess að sjá um upptökustjórn en hann hefur áður gert afbragðs hluti með sveitum á borð við Weezer, Mercury Rev, Sleater-Kinney, Mogwai, Low og ekki síst Flaming Lips. Áherslan á að þróa hljóm sveitarinnar virðist því CYHSY-liðum hugleikin. Strax í fyrsta laginu sem heitir því sama og platan, Some Loud Thunder, kemur bersýnilega í ljós að áherslurnar hafa breyst. Alec Ounsworth, söngvarinn, virðist syngja í gegnum ónýtan hljóðnema og allt annað hljómar í meira lagi hrátt. Lagið er samt skemmtilegt og æsandi kúabjalla gerir mikið fyrir lagið. Næstu lög feta svipaða línu, örlítið drungaleg og meiri sækadelía í gangi en á fyrri plötunni. Lögin eru hins vegar ekki nógu eftirtektarverð, ekki fyrr en kemur að Satan Said Dance sem er líklegast besta lag sem ég hef heyrt með CYHSY til þessa, uggvænlega grípandi. Því miður ná CYHSY ekki að fylgja eftir því frábæra lagi. Restin af plötunni er þó langt frá því að vera slor. Lög eins og Yankee Go Home og Five Easy Pieces er bæði metnaðarfull (þótt nafnið á því seinna gefi annað til kynna) og hljómurinn mikill og góður. Tónlistargagnrýnendur eru oft gagnrýndir fyrir að bera tónlistarfólk of mikið saman við fyrri verk en hins vegar ætti slíkt að teljast einstaklega eðlilegt. Staðreyndin með CYHSY er líka þessi: Fyrsta platan er einfaldlega betri en sú seinni. Og jafnvel þó að Some Loud Thunder væri fyrsta eða jafnvel fimmta plata CYHSY þá væri hún ekki nógu eftirtektarverð. Eingöngu fiskur í torfu sem þó er bragðgóður.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira