Ef krónan væri bíll 14. febrúar 2007 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn? Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn?
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira