Hvers vegna kaupa konur? 14. febrúar 2007 00:01 Lisa Johnson hefur skrifað tvær metsölubækur um kynbundna kauphegðun. Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is. Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is.
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira