Fengið að láni frá börnunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun