Vítamín í baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra 24. febrúar 2007 00:01 Reynir INgibjartsson formaður aðstandendafélags aldraðra Reynir stöðu í málefnum aldraðra óforsvaranlega. Undir stjórn hans hefur félgið unnið ötullega að því að vekja athygli á kjörum og húsnæðismálum aldraðra. Fréttablaðið/vilhelm Um fjögur hundruð eldri borgarar bíða eftir hjúkrunarrými og um þúsund þurfa að deila herbergi á stofnunum með öðrum. Staðan er algerlega óforsvaranleg og úr henni þarf að bæta. Stjórnmálamenn hafa þó hingað til aðeins lofað og þeir sem barist hafa fyrir úrbótum hafa þurft að bíða án þess að eygja von um að tekið sé almennilega á málunum. Þetta segir Reynir Ingibjartsson, formaður AFA – aðstandendafélags aldraðra. Reynir hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem afhent voru í fyrradag en markmið þeirra er að draga fram nokkur af þeim kærleiksverkum sem unnin eru í samfélaginu. Vinna AFA þykir hafa átt stóran þátt í því að vekja athygli á málefnum og stöðu eldri borgara í samfélaginu. Helstu baráttumál félagsins eru að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur á kjörum og húsnæði aldraðra.Hugmyndin kviknar á HafnarfjarðarvegiSamfélagsverðlaun fréttablaðsins afhent Aðstandendafélagi aldraðra voru veitt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins en félagið þykir hafa sýnt elju og dug í baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra. Formaður félagsins segir viðurkenninguna ómetanlega hvatningu.fréttablaðið/vilhelmReynir segir hugmyndina að samtökunum hafa kviknað þegar hann var að koma úr heimsókn frá móður sinni sem þá lá á spítala. „Mig langaði að virkja fleiri aðstandendur þannig að við gætum barist saman í stað þess að hver og einn væri að berjast í sínu horni,“ segir Reynir. Hugmyndin, sem fæddist á Hafnarfjarðarveginum eftir heimsóknina, varð svo að alvöru í desember 2005 þegar hann og Margrét Guðmundsdóttir, myndlistar- og stjórnarmaður í 60+ í Hafnarfirði, stóðu fyrir undirbúningsfundi að stofnun félagsins. Haustið 2005 hafði Margrét haft frumkvæði að húsnæðiskönnun meðal eldri borgara þar sem óskir þeirra og framtíðarsýn í búsetumálum voru kannaðar. Niðurstöðurnar þóttu athyglisverðar og leiða skýrt í ljós að fólk vildi gjörbreyttar áherslur.Fé sem nota á í uppbyggingu dvalarheimila notað í annaðUndirbúningsfundurinn var vel sóttur og undirtektirnar það góðar að ljóst þótti að góður grundvöllur var fyrir því að stofna félag. Kosinn var undirbúningshópur til að stofna formlegt félag. Afrakstur vinnu hópsins leit svo dagsins ljós 26. mars í fyrra. „Þann dag árið 1968 var fyrsta styrktarfélag aldraðra stofnað sem síðar var breytt í Félag eldri borgara. Dagurinn var því vel við hæfi,“ segir Reynir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar hélt hópurinn svo fjölmennan fund í Háskólabíói í samstarfi við eldri borgara. Annar fundur var svo haldinn í nóvember þar sem Reynir segir að athygli hafi verið vakin á því að nær helmingur fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem ætlað er að standa straum að kostnaði við uppbyggingu dvalarheimila, rann í önnur verkefni.Næg loforð um að eitthvað komi seinna„Það verður að bæta stöðuna í þessum málum og loforð um það höfum við fengið hjá stjórnmálamönnum. Hins vegar höfum við ekki séð krónu bætast við umfram það sem kemur úr Framkvæmdasjóði aldraðra og fjárlögum ríkisins fyrir árið 2007. Loforðin um að eitthvað komi seinna eru næg hjá ríkisstjórninni en bráðlega verður komið nýtt Alþingi og ný ríkisstjórn,“ segir Reynir, sem nefnir einnig að hann myndi vilja sjá mun fleiri aðstandendur ganga til liðs við félagið.Ómetanlegt vítamín í baráttunni„Stundum hefur okkur fundist sem hópurinn næði ekki nægilegri athygli. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sannfærðu okkur þó um að það er tekið eftir okkur. Það er ómetanlegt vítamín í baráttunni. Í kosningunum í vor vona ég að kosið verði um þessi mál og að næsta ríkisstjórn taki mark á því sem lagt hefur verið á borð í þessum málum. Við höfum lagt fram okkar stefnu og tillögur og væntum þess að stjórnmálaflokkarnir geri þær að sínum í næstu kosningum.“ karen@frettabladid.is Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Um fjögur hundruð eldri borgarar bíða eftir hjúkrunarrými og um þúsund þurfa að deila herbergi á stofnunum með öðrum. Staðan er algerlega óforsvaranleg og úr henni þarf að bæta. Stjórnmálamenn hafa þó hingað til aðeins lofað og þeir sem barist hafa fyrir úrbótum hafa þurft að bíða án þess að eygja von um að tekið sé almennilega á málunum. Þetta segir Reynir Ingibjartsson, formaður AFA – aðstandendafélags aldraðra. Reynir hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem afhent voru í fyrradag en markmið þeirra er að draga fram nokkur af þeim kærleiksverkum sem unnin eru í samfélaginu. Vinna AFA þykir hafa átt stóran þátt í því að vekja athygli á málefnum og stöðu eldri borgara í samfélaginu. Helstu baráttumál félagsins eru að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur á kjörum og húsnæði aldraðra.Hugmyndin kviknar á HafnarfjarðarvegiSamfélagsverðlaun fréttablaðsins afhent Aðstandendafélagi aldraðra voru veitt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins en félagið þykir hafa sýnt elju og dug í baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra. Formaður félagsins segir viðurkenninguna ómetanlega hvatningu.fréttablaðið/vilhelmReynir segir hugmyndina að samtökunum hafa kviknað þegar hann var að koma úr heimsókn frá móður sinni sem þá lá á spítala. „Mig langaði að virkja fleiri aðstandendur þannig að við gætum barist saman í stað þess að hver og einn væri að berjast í sínu horni,“ segir Reynir. Hugmyndin, sem fæddist á Hafnarfjarðarveginum eftir heimsóknina, varð svo að alvöru í desember 2005 þegar hann og Margrét Guðmundsdóttir, myndlistar- og stjórnarmaður í 60+ í Hafnarfirði, stóðu fyrir undirbúningsfundi að stofnun félagsins. Haustið 2005 hafði Margrét haft frumkvæði að húsnæðiskönnun meðal eldri borgara þar sem óskir þeirra og framtíðarsýn í búsetumálum voru kannaðar. Niðurstöðurnar þóttu athyglisverðar og leiða skýrt í ljós að fólk vildi gjörbreyttar áherslur.Fé sem nota á í uppbyggingu dvalarheimila notað í annaðUndirbúningsfundurinn var vel sóttur og undirtektirnar það góðar að ljóst þótti að góður grundvöllur var fyrir því að stofna félag. Kosinn var undirbúningshópur til að stofna formlegt félag. Afrakstur vinnu hópsins leit svo dagsins ljós 26. mars í fyrra. „Þann dag árið 1968 var fyrsta styrktarfélag aldraðra stofnað sem síðar var breytt í Félag eldri borgara. Dagurinn var því vel við hæfi,“ segir Reynir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar hélt hópurinn svo fjölmennan fund í Háskólabíói í samstarfi við eldri borgara. Annar fundur var svo haldinn í nóvember þar sem Reynir segir að athygli hafi verið vakin á því að nær helmingur fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem ætlað er að standa straum að kostnaði við uppbyggingu dvalarheimila, rann í önnur verkefni.Næg loforð um að eitthvað komi seinna„Það verður að bæta stöðuna í þessum málum og loforð um það höfum við fengið hjá stjórnmálamönnum. Hins vegar höfum við ekki séð krónu bætast við umfram það sem kemur úr Framkvæmdasjóði aldraðra og fjárlögum ríkisins fyrir árið 2007. Loforðin um að eitthvað komi seinna eru næg hjá ríkisstjórninni en bráðlega verður komið nýtt Alþingi og ný ríkisstjórn,“ segir Reynir, sem nefnir einnig að hann myndi vilja sjá mun fleiri aðstandendur ganga til liðs við félagið.Ómetanlegt vítamín í baráttunni„Stundum hefur okkur fundist sem hópurinn næði ekki nægilegri athygli. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sannfærðu okkur þó um að það er tekið eftir okkur. Það er ómetanlegt vítamín í baráttunni. Í kosningunum í vor vona ég að kosið verði um þessi mál og að næsta ríkisstjórn taki mark á því sem lagt hefur verið á borð í þessum málum. Við höfum lagt fram okkar stefnu og tillögur og væntum þess að stjórnmálaflokkarnir geri þær að sínum í næstu kosningum.“ karen@frettabladid.is
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira