Hvers vegna ekki? 25. febrúar 2007 00:01 Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ. Orgel eru í eðli sínu dramatísk hljóðfæri, að ekki sé minnst á þegar búið er að bæta eldi við þau. Ég sá fyrir mér organista: hávaxinn mann og magran, fölan á brá með úfið, hvítt hár, sveipaðan svartri skikkju með háum kraga, sitjandi við risastórt nótnaborð. Í hvert skipti sem hann ýtti á nótu spýttust eldtungurnar úr pípum hljóðfærisins og lýstu upp næturhimininn. Þetta varð ég að sjá. Til að láta andann koma yfir mig fyrir tónleikana gætti ég mín á að hita upp á viðeigandi hátt; gæddi mér á því besta sem frönsk vín- og ostagerð hefur upp á að bjóða, fletti í Flaubert og Proust og hlustaði á Gainsbourg og Piaf áður en ég skundaði á Austurvöll. Þar varð mér fljótlega ljóst að ég hafði verið haldinn nokkrum ranghugmyndum. Pípur orgelsins voru vissulega stórar og mikla díabólíska fúttið sem ég hafði séð fyrir mér var víðsfjarri. Organistinn var frekar rindilslegur og í stað svörtu skikkjunnar var hann í rauðri flíspeysu. Vonir mínar glæddust hins vegar á ný þegar organistinn dró fram flotta eldvörpu sem hann ætlaði augljóslega að nota til að ylja „hinni þýsku drottningu hljóðfæranna" og kalla fram úr henni undurfagra tóna. Þetta yrði aldeilis magnaður konsert. Loksins bar hann eld að hörpu sinni og ég beið eftir að tónahnossið skylli á hlustum mér. Verk eftir hvern skyldi hann spila: Bach? Frank? Langlais? Mér var dillað. Drykklöng stund leið án þess að nokkuð gerðist. Mér var orðið kalt og farinn að ókyrrast þegar djúp druna gerði vart við sig. Ég sneri mér að stórvöxnum herramanni við hliðina á mér, horfði á hann ásakandi og beið þess að hann bæðist afsökunar en áttaði mig þá á að gnýrinn kom frá orgelinu. Annar lágur og mónótónískur dynur fylgdi í kjölfarið og þannig gekk þetta koll af kolli næsta hálftímann. Var þetta allt og sumt? Hafði ég þrælað mér í gegnum kasúldið oststykki, rauðvínsbelju og ótal blaðsíður af magdalenukökulýsingum fyrir þetta? Pourquoi? Bergsteinn Sigurðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ. Orgel eru í eðli sínu dramatísk hljóðfæri, að ekki sé minnst á þegar búið er að bæta eldi við þau. Ég sá fyrir mér organista: hávaxinn mann og magran, fölan á brá með úfið, hvítt hár, sveipaðan svartri skikkju með háum kraga, sitjandi við risastórt nótnaborð. Í hvert skipti sem hann ýtti á nótu spýttust eldtungurnar úr pípum hljóðfærisins og lýstu upp næturhimininn. Þetta varð ég að sjá. Til að láta andann koma yfir mig fyrir tónleikana gætti ég mín á að hita upp á viðeigandi hátt; gæddi mér á því besta sem frönsk vín- og ostagerð hefur upp á að bjóða, fletti í Flaubert og Proust og hlustaði á Gainsbourg og Piaf áður en ég skundaði á Austurvöll. Þar varð mér fljótlega ljóst að ég hafði verið haldinn nokkrum ranghugmyndum. Pípur orgelsins voru vissulega stórar og mikla díabólíska fúttið sem ég hafði séð fyrir mér var víðsfjarri. Organistinn var frekar rindilslegur og í stað svörtu skikkjunnar var hann í rauðri flíspeysu. Vonir mínar glæddust hins vegar á ný þegar organistinn dró fram flotta eldvörpu sem hann ætlaði augljóslega að nota til að ylja „hinni þýsku drottningu hljóðfæranna" og kalla fram úr henni undurfagra tóna. Þetta yrði aldeilis magnaður konsert. Loksins bar hann eld að hörpu sinni og ég beið eftir að tónahnossið skylli á hlustum mér. Verk eftir hvern skyldi hann spila: Bach? Frank? Langlais? Mér var dillað. Drykklöng stund leið án þess að nokkuð gerðist. Mér var orðið kalt og farinn að ókyrrast þegar djúp druna gerði vart við sig. Ég sneri mér að stórvöxnum herramanni við hliðina á mér, horfði á hann ásakandi og beið þess að hann bæðist afsökunar en áttaði mig þá á að gnýrinn kom frá orgelinu. Annar lágur og mónótónískur dynur fylgdi í kjölfarið og þannig gekk þetta koll af kolli næsta hálftímann. Var þetta allt og sumt? Hafði ég þrælað mér í gegnum kasúldið oststykki, rauðvínsbelju og ótal blaðsíður af magdalenukökulýsingum fyrir þetta? Pourquoi? Bergsteinn Sigurðsson
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun