Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir 4. mars 2007 07:00 Patrekur Jóhannesson fékk þungt högg í fyrri hálfleik og sneri ekki aftur á völlinn. MYND/Daníel Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira