Miðja viðskiptalífsins verður í Shanghai 21. mars 2007 00:01 Á milli þess sem MBA-hópurinn frá HÍ og fylgdarlið hlustaði á fyrirlestra og heimsótti fyrirtæki, skoðaði hópurinn helstu merkisstaði á viðkomustöðum í ferðinni. Hér er hópurinn á Kínamúrnum og sumir búnir að fjárfesta í loðhúfum. MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai, þar sem nýir turnar skjótast upp með undraverðum hraða og frumstæður landbúnaður hefur orðið að víkja fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum og kínverskum. Í ferðinnni naut hópurinn fyrirgreiðslu og gestrisni Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra og starfsliðs hans. „Tilgangur svona ferðar er að gefa nemendum tækifæri til að sjá fyrirtæki í framandi landi - landi þar sem er mikið að gerast, þar sem hagvöxtur er mikill og þar sem mikið er um erlenda fjárfestingu," sagði Runólfur Smári Steingrímsson, prófessor og forstöðumaður MBA-námsins í HÍ, í viðtali við Markaðinn undir lok ferðarinnar. „Þarna fá nemendur að upplifa stjórnendur í þessum fyrirtækjum og sjá það sem er að gerast." Hann sagði enn fremur: „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ég er ekki í vafa um það að ferð eins og þessi kemur þeim að notum nú á lokaspretti námsins. Þau fá nýjar hugmyndir fyrir lokaverkefnin sem eru nú á næstunni og ferðin hjálpar til við námið og skiptir miklu."Leiksvæðið er heimurinn allurÞetta er í annað skiptið sem MBA-nemar frá HÍ fara í fræðslu og kynnisferð til Kína, en áður hafa þeir farið til Japans, Indónesíu og Malasíu í Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor var aðalfararstjóri í ferðinni í síðustu viku.„Svona ferðir víkka sjóndeildarhringinn og sannfæra nemendur um það að þeirra leiksvæði er heimurinn allur. Það er ekki bara Ísland, Evrópa, og Norður-Ameríka - það er allur heimurinn. Ég er alveg viss um að mörg í þessum hópi eiga eftir að eiga viðskipti við Asíu, hvernig svo sem formið á viðskiptunum verður. Þau eru búin að sjá það í þessari ferð að þetta er mögulegt og alls ekki svo fjarlægt. Ég held því að ferðir eins og þessar hafi veruleg áhrif á hugarfarið, og það skiptir mestu máli að minnka heiminn í hugum nemendanna."Fyrir ári var svipuð ferð farin, en nú heimsótti hópurinn þrjú íslensk fyrirtæki sem ekki voru með skrifstofur í Shanghai í fyrra. Þetta er tölvuleikjafyrirtækið CCP og útibú Össurar og Glitnis.„Ég er sannfærður um það að að ári liðnu verða þau kannski orðin sex," segir Ingjaldur. „Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki hafa mjög mikinn áhuga á Kínamarkaðnum og ég held í raun og veru að fyrirtæki sem vilja starfa á alþjóðlegum markaði hafi ekki efni á að horfa fram hjá Kína, þau verða að vera þar. Þau verða að miða sína stefnu við það að miðja viðskiptalífsins er að flytjast frá Atlantshafinu til Kyrrahafs og miðjan verður í Kína og þar er miðjan Shanghai."Kínverjar kaupa vestræn fyrirtækiEitt þeirra fyrirtækja sem MBA-hópurinn heimsótti var Lenovo í Peking. Það er fyrirtækið sem keypti smátölvudeild IBM í Bandaríkjunum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Meðan á Kínadvölinni stóð var tilkynnt að Kínverjar væru að kaupa bresku MG-bílaverksmiðjurnar og ætluðu að hefja framleiðslu á hinum þekktu gömlu MG-bílum í Kína.Hvernig sér Runólfur Smári Steingrímsson prófessor þessa þróun fyrir sér?„Ég er ekki í vafa um það að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Vesturlöndum fylgjast vel með því sem er að gerast í Kína og mörg fyrirtæki eru að fara yfir til Kína til að fá ný tækifæri og nýta sér vinnuafl sem kostar minna. Um leið þá held ég að fyrirtæki á Vesturlöndum séu að svara með öðrum hætti, og þá á ég við að ég tel ekki að þau séu að tapa í samkeppninni, heldur að hún breytist."Kínverja vantar vörumerkiEfnahagsvöxturinn í Kína er ævintýralegur og það á ekki síst við um Shanghai sem gefur vel af sér í þjóðarbúið þar í landi.En hvernig sér Ingjaldur þróunina fyrir sér: „Kínverjar eiga eftir að kaupa mörg vestræn fyrirtæki, og þeir fjárfesta mikið erlendis. Þeir fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þegar maður horfir á það sem er að gerast, þá er það að verulegu leyti vegna starfsemi erlendra fyrirtækja. Útflutningurinn frá Kína er að verulegu leyti vegna útflutnings dótturfyrirtækja evrópskra og bandarískra fyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja sína starfsemi til Kína. Þannig að þau eru að bæta sína samkeppnisstöðu á sínum heimamörkuðum með því að stofna útibú, og nýta sér þá möguleika sem Kína býður upp á. Það er líka athyglisvert að það er offramboð á vel menntuðu fólki í Kína, þannig að þarna er ekki einungis um að ræða aðgang að ódýru ómenntuðu vinnuafli.Þarna er möguleiki á að fá menntað vinnuafl á hagstæðu verði og það er t.d. það sem Össur er að gera í Kína. Þeir eru ekki að leita eftir því ódýrasta heldur að byggja þarna upp hátæknihóp með mjög vel menntuðum Kínverjum sem eiga að vera í fararbroddi fyrir þróun þeirra á næstu árum. Kína er því allt öðruvísi en mörg lönd sem hafa verið að laða til sín erlend fyrirtæki einungis vegna lítils tilkostnaðar," segir Ingjaldur og bætir síðan við:„Kínverjarnir verða að fá vörumerki. Vandi þeirra er að þeir hafa ekki virt höfundarrétt mjög mikils og gert sér grein fyrir því að ef þeir eiga að fá hátt verð fyrir sínar vörur á vestrænum mörkuðum, þá verða þeir að eiga vörumerki. Þeir eru núna þess vegna byrjaðir að kaupa upp vörumerki, þannig að þeirra afurðir „Made in China" eða „Designed in China" eða hvernig sem þeir merkja vörur sínar, séu þannig á markaðnum að neytendur séu tilbúnir að borga hærra verð." Héðan og þaðan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai, þar sem nýir turnar skjótast upp með undraverðum hraða og frumstæður landbúnaður hefur orðið að víkja fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum og kínverskum. Í ferðinnni naut hópurinn fyrirgreiðslu og gestrisni Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra og starfsliðs hans. „Tilgangur svona ferðar er að gefa nemendum tækifæri til að sjá fyrirtæki í framandi landi - landi þar sem er mikið að gerast, þar sem hagvöxtur er mikill og þar sem mikið er um erlenda fjárfestingu," sagði Runólfur Smári Steingrímsson, prófessor og forstöðumaður MBA-námsins í HÍ, í viðtali við Markaðinn undir lok ferðarinnar. „Þarna fá nemendur að upplifa stjórnendur í þessum fyrirtækjum og sjá það sem er að gerast." Hann sagði enn fremur: „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ég er ekki í vafa um það að ferð eins og þessi kemur þeim að notum nú á lokaspretti námsins. Þau fá nýjar hugmyndir fyrir lokaverkefnin sem eru nú á næstunni og ferðin hjálpar til við námið og skiptir miklu."Leiksvæðið er heimurinn allurÞetta er í annað skiptið sem MBA-nemar frá HÍ fara í fræðslu og kynnisferð til Kína, en áður hafa þeir farið til Japans, Indónesíu og Malasíu í Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor var aðalfararstjóri í ferðinni í síðustu viku.„Svona ferðir víkka sjóndeildarhringinn og sannfæra nemendur um það að þeirra leiksvæði er heimurinn allur. Það er ekki bara Ísland, Evrópa, og Norður-Ameríka - það er allur heimurinn. Ég er alveg viss um að mörg í þessum hópi eiga eftir að eiga viðskipti við Asíu, hvernig svo sem formið á viðskiptunum verður. Þau eru búin að sjá það í þessari ferð að þetta er mögulegt og alls ekki svo fjarlægt. Ég held því að ferðir eins og þessar hafi veruleg áhrif á hugarfarið, og það skiptir mestu máli að minnka heiminn í hugum nemendanna."Fyrir ári var svipuð ferð farin, en nú heimsótti hópurinn þrjú íslensk fyrirtæki sem ekki voru með skrifstofur í Shanghai í fyrra. Þetta er tölvuleikjafyrirtækið CCP og útibú Össurar og Glitnis.„Ég er sannfærður um það að að ári liðnu verða þau kannski orðin sex," segir Ingjaldur. „Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki hafa mjög mikinn áhuga á Kínamarkaðnum og ég held í raun og veru að fyrirtæki sem vilja starfa á alþjóðlegum markaði hafi ekki efni á að horfa fram hjá Kína, þau verða að vera þar. Þau verða að miða sína stefnu við það að miðja viðskiptalífsins er að flytjast frá Atlantshafinu til Kyrrahafs og miðjan verður í Kína og þar er miðjan Shanghai."Kínverjar kaupa vestræn fyrirtækiEitt þeirra fyrirtækja sem MBA-hópurinn heimsótti var Lenovo í Peking. Það er fyrirtækið sem keypti smátölvudeild IBM í Bandaríkjunum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Meðan á Kínadvölinni stóð var tilkynnt að Kínverjar væru að kaupa bresku MG-bílaverksmiðjurnar og ætluðu að hefja framleiðslu á hinum þekktu gömlu MG-bílum í Kína.Hvernig sér Runólfur Smári Steingrímsson prófessor þessa þróun fyrir sér?„Ég er ekki í vafa um það að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Vesturlöndum fylgjast vel með því sem er að gerast í Kína og mörg fyrirtæki eru að fara yfir til Kína til að fá ný tækifæri og nýta sér vinnuafl sem kostar minna. Um leið þá held ég að fyrirtæki á Vesturlöndum séu að svara með öðrum hætti, og þá á ég við að ég tel ekki að þau séu að tapa í samkeppninni, heldur að hún breytist."Kínverja vantar vörumerkiEfnahagsvöxturinn í Kína er ævintýralegur og það á ekki síst við um Shanghai sem gefur vel af sér í þjóðarbúið þar í landi.En hvernig sér Ingjaldur þróunina fyrir sér: „Kínverjar eiga eftir að kaupa mörg vestræn fyrirtæki, og þeir fjárfesta mikið erlendis. Þeir fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þegar maður horfir á það sem er að gerast, þá er það að verulegu leyti vegna starfsemi erlendra fyrirtækja. Útflutningurinn frá Kína er að verulegu leyti vegna útflutnings dótturfyrirtækja evrópskra og bandarískra fyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja sína starfsemi til Kína. Þannig að þau eru að bæta sína samkeppnisstöðu á sínum heimamörkuðum með því að stofna útibú, og nýta sér þá möguleika sem Kína býður upp á. Það er líka athyglisvert að það er offramboð á vel menntuðu fólki í Kína, þannig að þarna er ekki einungis um að ræða aðgang að ódýru ómenntuðu vinnuafli.Þarna er möguleiki á að fá menntað vinnuafl á hagstæðu verði og það er t.d. það sem Össur er að gera í Kína. Þeir eru ekki að leita eftir því ódýrasta heldur að byggja þarna upp hátæknihóp með mjög vel menntuðum Kínverjum sem eiga að vera í fararbroddi fyrir þróun þeirra á næstu árum. Kína er því allt öðruvísi en mörg lönd sem hafa verið að laða til sín erlend fyrirtæki einungis vegna lítils tilkostnaðar," segir Ingjaldur og bætir síðan við:„Kínverjarnir verða að fá vörumerki. Vandi þeirra er að þeir hafa ekki virt höfundarrétt mjög mikils og gert sér grein fyrir því að ef þeir eiga að fá hátt verð fyrir sínar vörur á vestrænum mörkuðum, þá verða þeir að eiga vörumerki. Þeir eru núna þess vegna byrjaðir að kaupa upp vörumerki, þannig að þeirra afurðir „Made in China" eða „Designed in China" eða hvernig sem þeir merkja vörur sínar, séu þannig á markaðnum að neytendur séu tilbúnir að borga hærra verð."
Héðan og þaðan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira