Framleiðendur hryllingsmyndarinnar Captivity hafa neyðst til að taka niður auglýsingaveggspjöld í New York og Los Angeles. Kvartanir bárust yfir því að sjá myndir af pyntingum og dauða ungra kvenna úti um allan bæ. 24-stjarnan Elisha Cuthbert leikur aðalhlutverkið í þessari nýjustu kvikmynd Rolands Jaffe.
Talsmenn kvikmyndafyrirtækisins Dark Horse hafa beðist velvirðingar á þessum mistökum en rangt skjal hafi verið sent í prentsmiðju og veggspjöldin hengd upp án leyfis. „Þetta er ekki hluti af markaðsherferð og okkur þykir miður að þetta hafi gerst,“ sagði Courtney Solomon, framkvæmdastjóri Dark Horse, við kvikmyndatímaritið Hollywood Reporter.