Íslandshreyfingin með 5% og dregur saman með Samfylkingu og Vg 25. mars 2007 09:00 Fimm prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt á fimmtudaginn. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi flokkurinn fá þrjá þingmenn kjörna, vegna reglna um jöfnunarsæti sem segja að framboð þurfi að ná fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná jöfnunarsæti. Hið nýja framboð virðist höfða frekar til karla en kvenna; 6,4 prósent karla segjast myndu kjósa listann en 3,3 prósent kvenna. Þá segjast 5,3 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent íbúa landsbyggðarkjördæmanna þriggja. Vikmörk reiknast 2,0 prósentustig, sem þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til 7,0 prósent. Vegna fimm prósenta reglunnar myndi Frjálslyndi flokkurinn hins vegar ekki fá neinn jöfnunarmann þar sem fylgi flokksins mælist nú 4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það skotið að flokkurinn fengi þingmann kjördæmakjörinn, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, en líklegt væri að flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Nokkur munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa flokkinn, en 5,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er eftir kyni. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fjóra þingmenn kjörna og mældist með 5,7 prósenta fylgi í könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk við fylgi Frjálslyndra reiknast nú 1,8 prósentustig. Vinstri græn hafa verið á miklu flugi að undanförnu, en fylgi flokksins minnkar nú, úr 25,7 prósentum í síðustu könnun í 23,3 prósent nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig. Miðað við það fylgi fengi flokkurinn sextán þingmenn kjörna. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fimm þingmenn kjörna. Konur eru líklegri til að styðja flokkinn en karlar. 27,1 prósent kvenna segist myndu kjósa flokkinn, en 20,2 prósent karla. Þá er meira fylgi við Vinstri græn á landsbyggðinni nú en á höfuðborgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 26,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Vinstri græn. Fylgi Samfylkingar eykst mest á höfuðborgarsvæðinuFylgi Samfylkingar eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn og yrðu þingmenn Samfylkingar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 prósentustig. Samfylking hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tuttugu þingmenn kjörna.Mest eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa segjast myndu kjósa Samfylkingu, en 16,6 prósent íbúa á landsbyggðinni eru sama sinnis. Þá segjast 22,4 prósent kvenna styðja flokkinn en 19,9 prósent karla.36,1 prósent segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi flokksins um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Þingmenn flokksins yrðu samkvæmt því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentustig. 33,7 prósent kusu flokkinn í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 22 þingmenn.Nokkuð fleiri karlar en konur styðja flokkinn; 39,0 prósent karla en 32,4 prósent kvenna. Þá segist 39,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja flokkinn og 31,6 prósent íbúa á landsbyggðinni. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá síðustu könnun og er nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6 prósentustig. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. 17,7 prósent greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn tólf þingmenn kjörna. Mikill munur er á fylgi flokksins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segist myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,6 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. 34,8 prósent sögðust óákveðin. Kosningar 2007 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt á fimmtudaginn. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi flokkurinn fá þrjá þingmenn kjörna, vegna reglna um jöfnunarsæti sem segja að framboð þurfi að ná fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná jöfnunarsæti. Hið nýja framboð virðist höfða frekar til karla en kvenna; 6,4 prósent karla segjast myndu kjósa listann en 3,3 prósent kvenna. Þá segjast 5,3 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent íbúa landsbyggðarkjördæmanna þriggja. Vikmörk reiknast 2,0 prósentustig, sem þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til 7,0 prósent. Vegna fimm prósenta reglunnar myndi Frjálslyndi flokkurinn hins vegar ekki fá neinn jöfnunarmann þar sem fylgi flokksins mælist nú 4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það skotið að flokkurinn fengi þingmann kjördæmakjörinn, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, en líklegt væri að flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Nokkur munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa flokkinn, en 5,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er eftir kyni. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fjóra þingmenn kjörna og mældist með 5,7 prósenta fylgi í könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk við fylgi Frjálslyndra reiknast nú 1,8 prósentustig. Vinstri græn hafa verið á miklu flugi að undanförnu, en fylgi flokksins minnkar nú, úr 25,7 prósentum í síðustu könnun í 23,3 prósent nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig. Miðað við það fylgi fengi flokkurinn sextán þingmenn kjörna. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fimm þingmenn kjörna. Konur eru líklegri til að styðja flokkinn en karlar. 27,1 prósent kvenna segist myndu kjósa flokkinn, en 20,2 prósent karla. Þá er meira fylgi við Vinstri græn á landsbyggðinni nú en á höfuðborgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 26,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Vinstri græn. Fylgi Samfylkingar eykst mest á höfuðborgarsvæðinuFylgi Samfylkingar eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn og yrðu þingmenn Samfylkingar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 prósentustig. Samfylking hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tuttugu þingmenn kjörna.Mest eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa segjast myndu kjósa Samfylkingu, en 16,6 prósent íbúa á landsbyggðinni eru sama sinnis. Þá segjast 22,4 prósent kvenna styðja flokkinn en 19,9 prósent karla.36,1 prósent segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi flokksins um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Þingmenn flokksins yrðu samkvæmt því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentustig. 33,7 prósent kusu flokkinn í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 22 þingmenn.Nokkuð fleiri karlar en konur styðja flokkinn; 39,0 prósent karla en 32,4 prósent kvenna. Þá segist 39,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja flokkinn og 31,6 prósent íbúa á landsbyggðinni. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá síðustu könnun og er nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6 prósentustig. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. 17,7 prósent greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn tólf þingmenn kjörna. Mikill munur er á fylgi flokksins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segist myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,6 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. 34,8 prósent sögðust óákveðin.
Kosningar 2007 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira