Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk 28. mars 2007 05:30 Jónas Björgvin Antonsson. Netfyrirtækið Gogogic vinnur að þróun fjölspilunartölvuleiks sem er blanda af einföldum tölvuleikjum og stórum fjölspilunarleikjum. Stjórnarformaður Gogogic segir leikinn henta þeim sem ekki hafi tíma fyrir stóra fjölspilunarleiki. MYND/Anton Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann. Undir smásjánni Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann.
Undir smásjánni Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira