Uppgjör HK og Vals í Digranesi 31. mars 2007 11:00 Leikur liðanna hefst klukkan 16.15 Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira