Vinstri græn - umbúðalaus Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. apríl 2007 05:00 Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði jákvæð og skemmtileg, og ætlum þess vegna fremur að tala fyrir okkar áherslum og stefnumálum en að setja út á stefnumál annarra flokka. Auðvitað erum við óhrædd við að gagnrýna það sem aflaga hefur farið í samfélaginu síðustu ár, en við ætlum að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt svo að kjósendur hafi skýran valkost við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Þá leggjum við mikla áherslu á að reka hóflega kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að áhrif fjársterkra aðila í þjóðfélaginu á stjórnmálin geta verið hættuleg lýðræðinu. Kosningar mega aldrei snúast um að flokkarnir og stuðningsaðilar þeirra geti keypt sér stuðning kjósenda í gegnum auglýsingar. Þess vegna ætlum við að gæta hófs í auglýsingum, en leggja meiri áherslu á að koma okkar stefnumálum á framfæri á fundum, samkomum og spjalli við kjósendur. Við Vinstri græn erum stolt af umhverfisverndaráherslum okkar, og við fléttum þeim saman við allt sem við viljum gera. Í huga okkar er umhverfisvernd ekki afgangsstærð sem hægt er að hugsa um þegar allt annað hefur verið ákveðið. Kosningabaráttan okkar er engin undantekning á því. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umhverfið líði ekki fyrir að það er kosningavor, til dæmis með því að lágmarka kosningarusl á okkar vegum. Fyrst og fremst leggjum við Vinstri græn þó áherslu á að tala skýrt. Við viljum að kjósendur geti treyst því sem við segjum - að við komum til dyra eins og við erum klædd. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum. Við stóðum til dæmis semeinuð gegn stóriðjustefnunni og Kárahnjúkavirkjun þegar aðrir flokkar annaðhvort vildu eða þorðu ekki að láta í sér heyra. Hið sama má segja um tillögur okkar um róttækar aðgerðir í kvenfrelsismálum. Við viljum minni umbúðir og meira innihald. Við viljum frekar gæði en magn. Við erum óhrædd við að andæfa. Það er stemmning fyrir okkar rödd og hún verður sterk í vor! Höfundur er kosningastýra VG á höfuðborgarsvæðinu. Við setjum ekki málflutning okkar í ólíkar umbúðir eftir því sem þykir vinsælt hverju sinni, heldur leitumst við að vera samkvæm okkur sjálfum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun