Málflutningur frjálslyndra sagður vera ógeðfelldur 2. apríl 2007 06:45 „Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“ Kosningar 2007 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna það að málflutningur Frjálslyndra, meðal annars á ýmsum framboðsfundum sem þeir hafa verið á með okkar fólki og eins á bloggsíðum, hefur okkur þótt mjög ógeðfelldur. Mér sýnist á auglýsingunni í Fréttablaðinu í dag að þetta sé málefni sem þeir ætli beinlínis að gera út á í kosningabaráttunni og um það hef ég bara að segja á þessu stigi að það lofar ekki góðu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, um heilsíðuauglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?“ Þar segir enn fremur að flokkurinn ætli að beita sér fyrir því að undanþága í EES-samningnum um innflutning verkafólks verði nýtt og honum stjórnað. Ingibjörg segir þessa stefnu jafngilda því að Íslendingar segi sig frá Evrópska efnahagssvæðinu. „Við í Samfylkingunni teljum engar þær aðstæður í samfélaginu sem réttlæti að gripið sé til einhverra neyðarráðstafana vegna innflytjenda eins og þeir eru að boða í þessari auglýsingu. Við tökum ekki þátt í svoleiðis, það er alveg ljóst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var staddur í Færeyjum í gær og hafði ekki séð auglýsinguna en heyrt af henni símleiðis. Hann telur þessa stefnu geta haft áhrif á mögulegt stjórnarsamstarf með Frjálslyndum. „ Það er engin leið að neita því að þetta getur vissulega haft áhrif og orðið afdrifaríkt. Ég er dapur yfir því að heyra þessar fréttir að þeir ætli að halda áfram að fikra sig inn á þessa braut. Meira vil ég ekki segja að svo stöddu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, telur engar líkur á að þessi stefna flokksins marki endalok hins svokallað kaffibandalags stjórnarandstöðuflokkanna. „Við erum að benda á staðreyndir í þessari auglýsingu og að kalla eftir því að þjóðin taki afstöðu til þessara mála. Ef hinir flokkarnir vilja reyna að þagga þessa umræðu í hel með hótunum um að þeir vilji ekki tala við okkur eða vinna með okkur, þá er það til marks um að það eru óábyrgir stjórnmálamenn í þessum flokkum sem þora ekki að taka umræðuna. Þannig eiga stjórnmálamenn ekki að vinna.“
Kosningar 2007 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira