Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi 4. apríl 2007 00:01 Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Marorku. Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum sprotafyrirtækja í upplýsingatækni að skoða vísindagarða í Bretlandi um miðjan mánuðinn. Fulltrúi frá Marorku fór í ferðina árið 2005 og reyndist hún árangursrík, að sögn viðskiptafulltrúa sendiráðsins. MYND/GVA Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi. Héðan og þaðan Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi.
Héðan og þaðan Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira