Stórt skref stigið í samrunaferlinu 4. apríl 2007 00:01 Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og í hvarfi Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, samhentir á pendúlstreng nýju Kauphallarbjöllunnar sem eftirleiðis verður notuð við hátíðleg tækifæri í Kauphöllinni. MYND/Anton Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum. Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum.
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira