Stórt skref stigið í samrunaferlinu 4. apríl 2007 00:01 Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og í hvarfi Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, samhentir á pendúlstreng nýju Kauphallarbjöllunnar sem eftirleiðis verður notuð við hátíðleg tækifæri í Kauphöllinni. MYND/Anton Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum. Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum.
Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira