Viðskipti innlent

Fyrsta kæligeymsla Samskipa í Ameríku

Samskip hafa aukið þjónustuframboð sitt í Kanada með kaupum á helmingshlut í kanadísku fyrirtæki.
Samskip hafa aukið þjónustuframboð sitt í Kanada með kaupum á helmingshlut í kanadísku fyrirtæki.

Samskip hafa eignast helmingshlut í fyrirtækinu Bayside Food Terminal í Bayside í Kanada. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að kanadíska fyrirtækið hafi þar yfir að ráða 12.000 tonna frysti- og kæligeymslu.

„Með tilkomu aðstöðunnar þar getur félagið nú boðið viðskiptavinum sínum upp á enn víðtækari þjónustu á heimsvísu í frystivöru- og flutningsmiðlun,“ segja Samskip, en Bayside Food Terminal er í New Brunswick á austurströnd Kanada, rétt við bandarísku landamærin.

Fyrirtækið annast einnig skipaafgreiðslu og löndunarþjónustu á svæðinu og uppfyllir allar reglugerðir kanadíska matvælaeftirlitsins.“

Í tilkynningu kemur fram að Samskip hafi starfrækt söluskrifstofur í N-Ameríku um nokkurt skeið, en frysti- og kæligeymslan í Bayside sé sú fyrsta á vegum félagsins í þessum heimshluta. „Fyrir eru Samskip með frysti- og kæligeymslur í Rotterdam og IJmuiden í Hollandi, í Álasundi í Noregi, Kollafirði í Færeyjum ásamt frystigeymslu félagsins í Reykjavík.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×