Besta fjárfestingin hingað til 25. apríl 2007 06:00 Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“ Undir smásjánni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“
Undir smásjánni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira