Viðskipti innlent

Styrkja stöðuna í Suður-Ameríku

Samskip hafa styrkt stöðu sína í frystivöru- og flutningsmiðlun í Suður-Ameríku með samstarfssamningum við argentínska flutningafélagið Transaltic SA annars vegar og brasilíska flutningafélagið Unitrader International hins vegar.

Í fréttatilkynningu frá Samskipum segir að viðræður hafi staðið yfir við forsvarsmenn argentínska félagsins í um ár áður en formlegur samstarfssamningur var undirritaður í þessum mánuði. Transaltic var stofnað árið 1999 og annast bæði frystivöru- og gámaflutninga til og frá Argentínu, auk annarrar skyldrar starfsemi, svo sem vöruhúsaþjónustu, rekstur frystigeymslna og landflutninga.

Unitrader International, sem er með höfuðstöðvar í Sao Paulo, var stofnað árið 1994. Félagið rekur einnig skrifstofur í borgunum Petrolina, Recife og Itajai. Það er sérhæft í flutningum á ávöxtum og grænmeti, pappír, plastvarningi og baðmull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×