Kynntust á bensínstöð við Álfheima 29. apríl 2007 00:01 Davíð Þór segir marga halda að hann viti allt en raunin er sú að hann þarf að hafa mikið fyrir því að semja spurningarnar. Anna K. heldur með liði Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur og segir sinn lit í Trivial í Pursuit vera bláan: MYND/Hörður Davíð Þór Jónsson segist ekki muna eftir því að hafa nokkru sinni gert grín að Önnu K. eða öðru fólki úr hópi „transgender“ fólks, þrátt fyrir að hafa tekið ýmsa minnihlutahópa á teppið. Anna segir að ef svo væri myndi hún örugglega ekki hafa tekið því persónulega, þótt hún hefði kannski gert það fyrir nokkrum árum síðan. En muna þau hvar þau kynntust fyrst og hvað vita þau hvort um annað?Anna: Mín fyrstu kynni af Davíð voru á Olís-bensínstöðinni við Álfheima. Hann var að kaupa sér sígarettur og við fórum að ræða nýjustu lagafyrirmæli um takmörkun reykinga.Davíð: Ég man ekki eftir þessu atviki sem hún er að lýsa en þegar Anna hefur gefið sig á tal við mig hef ég sennilega fattað strax hver hún var enda þjóðþekkt manneskja eftir sína baráttu fyrir tilverurétti „transgender“-fólks. Svo höfum við líka hist í gegnum starf Amnesty International á Íslandi en við erum bæði félagar þar.Anna: Já, og þú varaformaður. Ég hef nú ekki verið nógu dugleg að mæta á fundina.Davíð: Nei, en þeim mun duglegri í bréfamaraþoninu. Og þú mætir á landsfundinn, sem er (dregur miða upp úr vasanum) 12. maí, kl. 14.00.Anna: Jú, ég geri það. Annars veit ég að mamma Davíðs er fyrrverandi flugfreyja og að hann var í guðfræði. Svo er hann með vitrustu mönnum í eldri kveðskap og sagnagerð.Davíð: Ég segi það nú kannski ekki.Anna: Nú, nefndu mér betri sérfræðinga?Davíð: Jæja, jæja. En þeir eru örugglega margir. Annars veit Anna miklu meira um mig en ég um hana enda er hún ættfræðingur, sem ég er ekki. Ég er dyggur lesandi bloggsins hennar og þó ég sé að vísu oft ósammála henni, þá er ég nú oftar sammála henni. Og sem vélfræðingur er hún mikil áhugamanneskja um vélvæðingu og virkjanir og það er kannski þar sem við byrjum að vera ósammála. Stórar vélarÞar sem vélfræðingurinn er að sjálfsögðu með en guðfræðingurinn á móti. En hvað er svona frábært við þessi álver Anna og hvað hefur þú eiginlega á móti þeim Davíð?Anna: Fyrir utan það hvað þau gera fyrir atvinnulífið þá vil ég nefna eitt sem mér finnst skipta máli og vert er að benda á. Sem bæði Alcan og Alcoa gera og mér finnst að íslensk fyrirtæki mættu alveg apa eftir þeim en það snertir öryggismál starfsmanna. Öryggisvitund Íslendinga er nefnilega mjög lítil en þessi fyrirtæki hafa unnið í því að efla hana. Má nefna sem dæmi miðvikudaginn þarsíðasta, þegar húsin brunnu hér í bæ. Innan um slökkviliðsmenn sem unnu að því að slökkva eldinn í þar til gerðum alvörubúnaði, var lögreglustjóri vappandi. Með einfalt kaskeiti á höfðinu! Af hverju var hann ekki allavega með hjálm? Sama kvöld varð heitavatnsleki á Vitastíg. Þá þurfti það fólk sem var að vinna þar að sjálfsögðu að vera í gúmmístígvélum. Var þá ekki sami lögreglustjóri að þvælast þar um á blankskóm.Davíð: Mín gagnrýni gegn virkjunum beinist svo sem ekki að því að þetta séu svo vondir menn eða eitthvað þannig lagað. Mér finnst einfaldlega hættulegt að öll eggin séu í sömu álkörfunni og að efnahagur þjóðarinnar byggi á þeim iðnaði. Hvað gerum við ef það verður verðhrun á áli? Við þurfum að dreifa undirstöðum efnahagsins á fleiri svið.Anna: Það má kannski segja að slíkt hafi gerst á Íslandi, þegar verðið á fiskinum okkar hrundi á mörkuðunum vestra árið 1967. Þannig að jú auðvitað á að hafa þetta sem fjölbreyttast en ég er hrifin af Austfjörðum og vil byggðinni þar vel.Davíð: Þetta er bara af því að þú ert svo hrifin af stórum vélum!Enn og aftur að eftirlætisumræðuefni þjóðarinnar. Málfari nútímans. Hvað má minnast á sem betur mætti fara að þeirra mati?Anna: Það er varla mitt að dæma tungutak annarra enda sjálf lítt menntuð í íslensku með einfalt stúdentspróf. En ég þoli ekki þegar fullorðið fólk talar um að eitthvað sé „ógisslega flott“. Ég get sætt mig við að Silvía Nótt geri það, en læt það fara í taugarnar á mér þegar slíkt er gert í Kastljósinu.Davíð: Óásættanlegt og ásættanlegt eru orð sem fara mikið í taugarnar á mér því að fyrir eigum við orðin viðunandi og óviðunandi. Sem eru miklu fallegri orð. Mér finnst algjör óþarfi að búa til orð yfir eitthvað sem við eigum nú þegar til. En þetta hefur alltaf verið svona – að einhver ný orð koma inn í málið og slá í gegn. Ég held að það sé meiri ástæða til þess að hafa áhyggjur af breytingum sem eru að verða á setningaskipan og þá sérstaklega þessi nafnháttarsýki sem er að ryðja sér til rúms núna. Þetta byrjaði sem einhver tíska, að segja: Ég er ekki að skilja þetta, ég er ekki að fatta þetta o.s.frv. í stað þess að segja: Ég skil þig ekki, ég fatta þig ekki. Það er mikið áhyggjuefni þegar maður heyrir viðtal við menntamálaráðherra þjóðarinnar og greinilegt er að hún er þjökuð af þessum tilburðum. Stjórnmálamaðurinn í SeðlabankanumOg áfram á pirruðu nótunum fyrst við skiptum yfir í þann gírinn. Hvaða stjórnmálamaður angrar ykkur mest og hver er í guða tölu hjá ykkur?Davíð: Það er nefnilega svo merkilegt að sá stjórnmálamaður sem angrar mig mest er starfandi stjórnmálamaður, en bara ekki á Alþingi, heldur í Seðlabankanum. Varaformaður Frjálslynda flokksins fer líka mikið í taugarnar á mér. Allt sem hann stendur fyrir finnst mér vera slæmt. Svo er reyndar einn sem ég hef mjög gaman af en það er Bjarni Harðarson, sem er í öðru sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi. Við erum ósammála um ALLT. Og það skiptir engu máli hvað það er. Hvort sem það eru andleg málefni eða heilbrigðismál. Og mér þykir bara vænt um það, mjög sætt hreinlega.Anna: Davíð nefnir þann sem er í öðru sæti. Ég get sagt nákvæmlega það sama um þann sem er í fyrsta sæti: Guðna Ágústsson. Hann er auðvitað bráðskemmtilegur en einhvern veginn held ég að hann geri í því að fara í taugarnar á fólk og reyni að vekja einhverjar kenndir hjá manni. Að eftirlætisstjórnmálamönnum. Ja, Guðrún Ögmundsdóttir er nú eiginlega ennþá í eftirlæti.Davíð: Já, ég tek undir það. Mér fannst sú útreið sem hún fékk í prófkjörinu mjög ómakleg. Hún var ekta stjórnmálamaður sem barðist fyrir góðum málum. Annars gekk ég í Þjóðvakann á sínum tíma og það var einfaldlega vegna þess að ég hafði og hef tröllatrú á Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég veit hins vegar ekki með hennar vitjunartíma. Steingrímur J. er svo auðvitað glæsilegasti stjórnmálamaður samtímans þótt mér finnist hann stundum svolítið gamaldags og forhertur. En sem karakter ber hann höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn.Anna: Það eru líka nokkrir ungir stjórnmálamenn sem eru náttúrulega ekki enn komnir almennilega inn í baráttuna. Eins og konan þín fyrrverandi, Katrín Jakobsdóttir.Davíð: Já, það er kannski of snemmt að fara að tala um það hvað Katrín muni gera í pólitíkinni. Hún er nokkuð væntanlega á leiðinni inn á þing, hún er varaformaður flokksins og það eru miklar væntingar til hennar. Það verður gaman að sjá hvað hún gerir. En ég myndi vilja nefna Guðmund Steingrímsson sem dæmi um spennandi og óskrifað blað í pólitík. Betri en pabbi sinn? Ja, ég er nú kannski ekki dómbær á það. Hann er allavega í skárri flokki.Að lokum. Hvar er Íslendingurinn staddur? Nú braust þú Anna blað í sögu landsins með því að koma fram og tala um reynslu þína af því að fæðast með rangt kyn og fá leiðréttingu á því? Hvað finnst ykkur um Íslendinginn – er hann opinn og víðsýnn eða þarf að berjast gegn fordómum hans?Anna: Það hefur orðið gjörbreyting þar á. Ef ég hefði komið fram í dagsljósið fyrir til að mynda 25 árum hefði ég verið lokuð inni í gúmmíklefa á Kleppi. 1984 talaði ég fyrst við geðlækni og honum datt fyrst í hug að setja mig í rannsóknir og loka mig inni. Byltingin hvað varðar þessi mál er mikið til 78-hreyfingunni að þakka.Davíð: Það virðist alltaf vera einhver hópur sem er fordómafullur, hvar sem þú kemur og Ísland er engin undantekning þar á. Sjálfur hef ég kynnst börnum sem búa hér og hafa verið ættleidd frá útlöndum. Og þessi suðuramerísku og kínversku börn sem alast hér upp, tala íslensku og eiga íslenska foreldra, þau virðast ekki þurfa að þola fordóma. Því held ég að þetta séu ekki kynþáttafordómar sem slíkir heldur er þetta miklu frekar útlendingahatur. Ég man eftir því að þegar kvikmyndin Gullsandur var tekin upp var þar strákur sem átti íslenska mömmu en pabbi hans var bandarískur blökkumaður. Hann var þarna í einhverri hópsenu uppi í sveit en hann ber svip af föður sínum. Strákurinn og einhver bóndi taka tal saman og eftir að hafa rætt málin í dágóða stund segir bóndinn: Svo þú ert að leika svertingja í þessari mynd? Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Davíð Þór Jónsson segist ekki muna eftir því að hafa nokkru sinni gert grín að Önnu K. eða öðru fólki úr hópi „transgender“ fólks, þrátt fyrir að hafa tekið ýmsa minnihlutahópa á teppið. Anna segir að ef svo væri myndi hún örugglega ekki hafa tekið því persónulega, þótt hún hefði kannski gert það fyrir nokkrum árum síðan. En muna þau hvar þau kynntust fyrst og hvað vita þau hvort um annað?Anna: Mín fyrstu kynni af Davíð voru á Olís-bensínstöðinni við Álfheima. Hann var að kaupa sér sígarettur og við fórum að ræða nýjustu lagafyrirmæli um takmörkun reykinga.Davíð: Ég man ekki eftir þessu atviki sem hún er að lýsa en þegar Anna hefur gefið sig á tal við mig hef ég sennilega fattað strax hver hún var enda þjóðþekkt manneskja eftir sína baráttu fyrir tilverurétti „transgender“-fólks. Svo höfum við líka hist í gegnum starf Amnesty International á Íslandi en við erum bæði félagar þar.Anna: Já, og þú varaformaður. Ég hef nú ekki verið nógu dugleg að mæta á fundina.Davíð: Nei, en þeim mun duglegri í bréfamaraþoninu. Og þú mætir á landsfundinn, sem er (dregur miða upp úr vasanum) 12. maí, kl. 14.00.Anna: Jú, ég geri það. Annars veit ég að mamma Davíðs er fyrrverandi flugfreyja og að hann var í guðfræði. Svo er hann með vitrustu mönnum í eldri kveðskap og sagnagerð.Davíð: Ég segi það nú kannski ekki.Anna: Nú, nefndu mér betri sérfræðinga?Davíð: Jæja, jæja. En þeir eru örugglega margir. Annars veit Anna miklu meira um mig en ég um hana enda er hún ættfræðingur, sem ég er ekki. Ég er dyggur lesandi bloggsins hennar og þó ég sé að vísu oft ósammála henni, þá er ég nú oftar sammála henni. Og sem vélfræðingur er hún mikil áhugamanneskja um vélvæðingu og virkjanir og það er kannski þar sem við byrjum að vera ósammála. Stórar vélarÞar sem vélfræðingurinn er að sjálfsögðu með en guðfræðingurinn á móti. En hvað er svona frábært við þessi álver Anna og hvað hefur þú eiginlega á móti þeim Davíð?Anna: Fyrir utan það hvað þau gera fyrir atvinnulífið þá vil ég nefna eitt sem mér finnst skipta máli og vert er að benda á. Sem bæði Alcan og Alcoa gera og mér finnst að íslensk fyrirtæki mættu alveg apa eftir þeim en það snertir öryggismál starfsmanna. Öryggisvitund Íslendinga er nefnilega mjög lítil en þessi fyrirtæki hafa unnið í því að efla hana. Má nefna sem dæmi miðvikudaginn þarsíðasta, þegar húsin brunnu hér í bæ. Innan um slökkviliðsmenn sem unnu að því að slökkva eldinn í þar til gerðum alvörubúnaði, var lögreglustjóri vappandi. Með einfalt kaskeiti á höfðinu! Af hverju var hann ekki allavega með hjálm? Sama kvöld varð heitavatnsleki á Vitastíg. Þá þurfti það fólk sem var að vinna þar að sjálfsögðu að vera í gúmmístígvélum. Var þá ekki sami lögreglustjóri að þvælast þar um á blankskóm.Davíð: Mín gagnrýni gegn virkjunum beinist svo sem ekki að því að þetta séu svo vondir menn eða eitthvað þannig lagað. Mér finnst einfaldlega hættulegt að öll eggin séu í sömu álkörfunni og að efnahagur þjóðarinnar byggi á þeim iðnaði. Hvað gerum við ef það verður verðhrun á áli? Við þurfum að dreifa undirstöðum efnahagsins á fleiri svið.Anna: Það má kannski segja að slíkt hafi gerst á Íslandi, þegar verðið á fiskinum okkar hrundi á mörkuðunum vestra árið 1967. Þannig að jú auðvitað á að hafa þetta sem fjölbreyttast en ég er hrifin af Austfjörðum og vil byggðinni þar vel.Davíð: Þetta er bara af því að þú ert svo hrifin af stórum vélum!Enn og aftur að eftirlætisumræðuefni þjóðarinnar. Málfari nútímans. Hvað má minnast á sem betur mætti fara að þeirra mati?Anna: Það er varla mitt að dæma tungutak annarra enda sjálf lítt menntuð í íslensku með einfalt stúdentspróf. En ég þoli ekki þegar fullorðið fólk talar um að eitthvað sé „ógisslega flott“. Ég get sætt mig við að Silvía Nótt geri það, en læt það fara í taugarnar á mér þegar slíkt er gert í Kastljósinu.Davíð: Óásættanlegt og ásættanlegt eru orð sem fara mikið í taugarnar á mér því að fyrir eigum við orðin viðunandi og óviðunandi. Sem eru miklu fallegri orð. Mér finnst algjör óþarfi að búa til orð yfir eitthvað sem við eigum nú þegar til. En þetta hefur alltaf verið svona – að einhver ný orð koma inn í málið og slá í gegn. Ég held að það sé meiri ástæða til þess að hafa áhyggjur af breytingum sem eru að verða á setningaskipan og þá sérstaklega þessi nafnháttarsýki sem er að ryðja sér til rúms núna. Þetta byrjaði sem einhver tíska, að segja: Ég er ekki að skilja þetta, ég er ekki að fatta þetta o.s.frv. í stað þess að segja: Ég skil þig ekki, ég fatta þig ekki. Það er mikið áhyggjuefni þegar maður heyrir viðtal við menntamálaráðherra þjóðarinnar og greinilegt er að hún er þjökuð af þessum tilburðum. Stjórnmálamaðurinn í SeðlabankanumOg áfram á pirruðu nótunum fyrst við skiptum yfir í þann gírinn. Hvaða stjórnmálamaður angrar ykkur mest og hver er í guða tölu hjá ykkur?Davíð: Það er nefnilega svo merkilegt að sá stjórnmálamaður sem angrar mig mest er starfandi stjórnmálamaður, en bara ekki á Alþingi, heldur í Seðlabankanum. Varaformaður Frjálslynda flokksins fer líka mikið í taugarnar á mér. Allt sem hann stendur fyrir finnst mér vera slæmt. Svo er reyndar einn sem ég hef mjög gaman af en það er Bjarni Harðarson, sem er í öðru sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi. Við erum ósammála um ALLT. Og það skiptir engu máli hvað það er. Hvort sem það eru andleg málefni eða heilbrigðismál. Og mér þykir bara vænt um það, mjög sætt hreinlega.Anna: Davíð nefnir þann sem er í öðru sæti. Ég get sagt nákvæmlega það sama um þann sem er í fyrsta sæti: Guðna Ágústsson. Hann er auðvitað bráðskemmtilegur en einhvern veginn held ég að hann geri í því að fara í taugarnar á fólk og reyni að vekja einhverjar kenndir hjá manni. Að eftirlætisstjórnmálamönnum. Ja, Guðrún Ögmundsdóttir er nú eiginlega ennþá í eftirlæti.Davíð: Já, ég tek undir það. Mér fannst sú útreið sem hún fékk í prófkjörinu mjög ómakleg. Hún var ekta stjórnmálamaður sem barðist fyrir góðum málum. Annars gekk ég í Þjóðvakann á sínum tíma og það var einfaldlega vegna þess að ég hafði og hef tröllatrú á Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég veit hins vegar ekki með hennar vitjunartíma. Steingrímur J. er svo auðvitað glæsilegasti stjórnmálamaður samtímans þótt mér finnist hann stundum svolítið gamaldags og forhertur. En sem karakter ber hann höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn.Anna: Það eru líka nokkrir ungir stjórnmálamenn sem eru náttúrulega ekki enn komnir almennilega inn í baráttuna. Eins og konan þín fyrrverandi, Katrín Jakobsdóttir.Davíð: Já, það er kannski of snemmt að fara að tala um það hvað Katrín muni gera í pólitíkinni. Hún er nokkuð væntanlega á leiðinni inn á þing, hún er varaformaður flokksins og það eru miklar væntingar til hennar. Það verður gaman að sjá hvað hún gerir. En ég myndi vilja nefna Guðmund Steingrímsson sem dæmi um spennandi og óskrifað blað í pólitík. Betri en pabbi sinn? Ja, ég er nú kannski ekki dómbær á það. Hann er allavega í skárri flokki.Að lokum. Hvar er Íslendingurinn staddur? Nú braust þú Anna blað í sögu landsins með því að koma fram og tala um reynslu þína af því að fæðast með rangt kyn og fá leiðréttingu á því? Hvað finnst ykkur um Íslendinginn – er hann opinn og víðsýnn eða þarf að berjast gegn fordómum hans?Anna: Það hefur orðið gjörbreyting þar á. Ef ég hefði komið fram í dagsljósið fyrir til að mynda 25 árum hefði ég verið lokuð inni í gúmmíklefa á Kleppi. 1984 talaði ég fyrst við geðlækni og honum datt fyrst í hug að setja mig í rannsóknir og loka mig inni. Byltingin hvað varðar þessi mál er mikið til 78-hreyfingunni að þakka.Davíð: Það virðist alltaf vera einhver hópur sem er fordómafullur, hvar sem þú kemur og Ísland er engin undantekning þar á. Sjálfur hef ég kynnst börnum sem búa hér og hafa verið ættleidd frá útlöndum. Og þessi suðuramerísku og kínversku börn sem alast hér upp, tala íslensku og eiga íslenska foreldra, þau virðast ekki þurfa að þola fordóma. Því held ég að þetta séu ekki kynþáttafordómar sem slíkir heldur er þetta miklu frekar útlendingahatur. Ég man eftir því að þegar kvikmyndin Gullsandur var tekin upp var þar strákur sem átti íslenska mömmu en pabbi hans var bandarískur blökkumaður. Hann var þarna í einhverri hópsenu uppi í sveit en hann ber svip af föður sínum. Strákurinn og einhver bóndi taka tal saman og eftir að hafa rætt málin í dágóða stund segir bóndinn: Svo þú ert að leika svertingja í þessari mynd?
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira