Björgvin og Arnar á leið í Hauka 5. maí 2007 03:15 ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson og Fylkismaðurinn Arnar Jón Agnarsson munu að öllum líkindum semja við Hauka eftir helgi. Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira