Tímabært framtak 7. maí 2007 00:01 Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun