Mál málanna 8. maí 2007 09:25 Óréttmætt er að halda því fram að umræður um menntastefnu og rannsóknir hafi með öllu verið skugga megin í kosningabaráttunni. Þær hafa eigi að síður verið minni en efni standa til. Hvers vegna þarf að ræða þessi viðfangsefni öðrum fremur? Í fyrsta lagi er rétt að meta þau umbrot og framfarir sem átt hafa sér stað. Í öðru lagi blasa við þýðingarmikil viðfangsefni sem vert er að varpa ljósi á. Í þriðja lagi er ljóst að efnahagsleg velferð þjóðarinnar til lengri tíma ræðst meir af þróun menntunar og rannsókna en mörgu öðru sem fær meira rúm í umræðunni. Mikilvægi fræðslumálanna ræðst einnig af breyttu þjóðlífi. Uppeldi barna fer í ríkari mæli en áður fram í skólum. Eigi sú þróun ekki að leiða til einhliða opinbers uppeldis þarf svigrúm fyrir nýja strauma. Samspil skóla og fjölskyldu er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ábyrgð foreldra og fjölskyldu má ekki gleymast. Skyldur þurfa að fylgja réttindum í skólastarfi eins og öðru. Ágæt dæmi um áhugaverð nýmæli þar um hefur mátt sjá að Hrafnagili og í skólum Hjallastefnunnar. Enginn vafi leikur á að ný lagaleg umgjörð um sjálfstæða skóla var mikið framfaraskref og á vonandi eftir að leysa nýja orku úr læðingi í skólastarfi. Á síðasta ári voru kynntar róttækar og afar merkar hugmyndir um svokallaðan nýjan framhaldsskóla. Þær fólu í sér fráhvarf frá aðskilnaði bóknáms og iðnnáms í framhaldsskólum og aukið sjálfstæði skólanna. Enn fremur geyma þær farveg fyrir skólana sjálfa til þess að þróa lengd framhaldsnámsins eftir aðstæðum. Ljóst var orðið að ein miðstýringarákvörðun í því efni myndi illa ganga upp. Af viðbrögðum við þessum nýju hugmyndum var ekki annað ráðið en breið pólitísk samstaða væri fyrir hendi um nýtt skipulag framhaldsskólans á þessum grunni. Á miklu veltur að ekkert hik verði um framkvæmdina og engar tafir á að gera þessar tillögur að veruleika. Þetta er eitt af stóru viðfangsefnunum sem við blasa. Liðinn áratug eða svo hefur fjöldi nemenda við háskólanám meir en tvöfaldast. Háskólastarfsemi hefur samhliða fest rætur og blómstrað á landsbyggðinni. Þetta er þróun sem felur í sér fleiri tækifæri til menntunar og er um leið ein af forsendum alhliða efnahagslegra og atvinnulegra framfara í landinu. Augljóst var hins vegar að á þessu sviði gat það ekki verið eina markmiðið að reka meirihlutann af tíu minnstu háskólum heims. Metnaðarfull stefnumótun rektors Háskóla Íslands um að koma skólanum í fremstu röð háskóla og rannsóknarstofnana var því rökrétt framhaldsskref. Sú ákvörðun stjórnvalda að mæta fjárhagslegum óskum Háskólans á næstu fjórum árum til þess að takast á við þetta risastóra viðfangsefni verður að teljast með merkustu pólitísku ákvörðunum þess kjörtímabils sem er að líða. Að vísu hefði verið rétt að taka slíka ákvörðun með formlegum hætti á Alþingi. Eigi að síður er mest um vert að um hana sýnist vera góð og breið samstaða. Með sterkari og metnaðarfyllri Háskóla Íslands er um leið opnað fyrir möguleika á öflugra samkeppnisumhverfi rannsókna. Það er næsta skref sem stíga þarf. Gifta Íslands ræðst ekki síst af því að hér verði áfram horft af metnaði hátt og langt fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Óréttmætt er að halda því fram að umræður um menntastefnu og rannsóknir hafi með öllu verið skugga megin í kosningabaráttunni. Þær hafa eigi að síður verið minni en efni standa til. Hvers vegna þarf að ræða þessi viðfangsefni öðrum fremur? Í fyrsta lagi er rétt að meta þau umbrot og framfarir sem átt hafa sér stað. Í öðru lagi blasa við þýðingarmikil viðfangsefni sem vert er að varpa ljósi á. Í þriðja lagi er ljóst að efnahagsleg velferð þjóðarinnar til lengri tíma ræðst meir af þróun menntunar og rannsókna en mörgu öðru sem fær meira rúm í umræðunni. Mikilvægi fræðslumálanna ræðst einnig af breyttu þjóðlífi. Uppeldi barna fer í ríkari mæli en áður fram í skólum. Eigi sú þróun ekki að leiða til einhliða opinbers uppeldis þarf svigrúm fyrir nýja strauma. Samspil skóla og fjölskyldu er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ábyrgð foreldra og fjölskyldu má ekki gleymast. Skyldur þurfa að fylgja réttindum í skólastarfi eins og öðru. Ágæt dæmi um áhugaverð nýmæli þar um hefur mátt sjá að Hrafnagili og í skólum Hjallastefnunnar. Enginn vafi leikur á að ný lagaleg umgjörð um sjálfstæða skóla var mikið framfaraskref og á vonandi eftir að leysa nýja orku úr læðingi í skólastarfi. Á síðasta ári voru kynntar róttækar og afar merkar hugmyndir um svokallaðan nýjan framhaldsskóla. Þær fólu í sér fráhvarf frá aðskilnaði bóknáms og iðnnáms í framhaldsskólum og aukið sjálfstæði skólanna. Enn fremur geyma þær farveg fyrir skólana sjálfa til þess að þróa lengd framhaldsnámsins eftir aðstæðum. Ljóst var orðið að ein miðstýringarákvörðun í því efni myndi illa ganga upp. Af viðbrögðum við þessum nýju hugmyndum var ekki annað ráðið en breið pólitísk samstaða væri fyrir hendi um nýtt skipulag framhaldsskólans á þessum grunni. Á miklu veltur að ekkert hik verði um framkvæmdina og engar tafir á að gera þessar tillögur að veruleika. Þetta er eitt af stóru viðfangsefnunum sem við blasa. Liðinn áratug eða svo hefur fjöldi nemenda við háskólanám meir en tvöfaldast. Háskólastarfsemi hefur samhliða fest rætur og blómstrað á landsbyggðinni. Þetta er þróun sem felur í sér fleiri tækifæri til menntunar og er um leið ein af forsendum alhliða efnahagslegra og atvinnulegra framfara í landinu. Augljóst var hins vegar að á þessu sviði gat það ekki verið eina markmiðið að reka meirihlutann af tíu minnstu háskólum heims. Metnaðarfull stefnumótun rektors Háskóla Íslands um að koma skólanum í fremstu röð háskóla og rannsóknarstofnana var því rökrétt framhaldsskref. Sú ákvörðun stjórnvalda að mæta fjárhagslegum óskum Háskólans á næstu fjórum árum til þess að takast á við þetta risastóra viðfangsefni verður að teljast með merkustu pólitísku ákvörðunum þess kjörtímabils sem er að líða. Að vísu hefði verið rétt að taka slíka ákvörðun með formlegum hætti á Alþingi. Eigi að síður er mest um vert að um hana sýnist vera góð og breið samstaða. Með sterkari og metnaðarfyllri Háskóla Íslands er um leið opnað fyrir möguleika á öflugra samkeppnisumhverfi rannsókna. Það er næsta skref sem stíga þarf. Gifta Íslands ræðst ekki síst af því að hér verði áfram horft af metnaði hátt og langt fram.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun