Spennan snýst um hvort stjórnin lifir 12. maí 2007 08:15 Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt. Kosningar 2007 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt.
Kosningar 2007 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira